Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 94
84 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stjórn Norður-Kóreu tók þessa viðburði sem merki um það, að hersveitir hennar gætu farið inn í Suður-Kóreu án þess að eiga það verulega á hættu, að Ameríku- menn mundu hlutast til um málin með vopnavaldi. Sjálfur var ég ekki svo viss um þetta, þar sem ég þekki það til MacArthurs, að honum hætti við að vinna upp á sitt eigið eindæmi. Og ég taldi norðurkóresku stjómina ekki dómskyggna í þessu efni. En mér var ómögulegt að skoða aðgerðir hennar sem „árás“ í nokkrum skiln- ingi, er gæti kvatt til íhlutunar Sameinuðu þjóðanna. Ég skoðaði ekki 38. breidd- arbauginn alþjóðleg landamæri að neinu leýti og taldi Kóreustríðið í eðli sínu borgarastyrjöld, en ekki alþjóðastríð. Auðvitað vissi ég, að Norður-Kóreumenn höfðu verið vopnaðir af Ráðstjómarríkjunum og Suður-Kóreumenn af Bandaríkj- unum. En mér virtist það ekki breyta stríðinu í styrjöld milli tveggja þjóða, eða ánetja Sameinuðu þjóðirnar — nema því aðeins, að Sameinuðu þjóðirnar, svo sem Bandaríkin sýnilega gera, teljist hluti úr vígvél Vesturlanda í hinu kalda stríði gegn kommúnismanum. Þegar ég leit á Kóreustríðið sem borgarastyrjöld þá vildi ég að Norður-Kóreu- menn mundu sigra. Mér virtist stjórn Suður-Kóreu vonlaus afturhaldsleppstjórn, sem átti þess engan kost að lifa án hjálpar Bandaríkjanna, og ég gat ekki hugsað mér neina lausn á Kóreumálinu, sem hefði í för með sér áframhaldandi íhlutun Ameríku á meginlandi Asíu. Mér geðjast ekki að kommúnismanum, en mér geðj- ast jafnvel verr að afturhaldssömu stórjarðeigandavaldi, sem stutt er af erlendu ríki gegn vilja þjóðarinnar. Ég hélt þess vegna, að sameining Kóreu undir norður- kóresku stjórnina mundi vera þrautaminnsta lausnin á leiðinlegu ástandi. Og ég vonaði, að Ameríkumenn mundu, vegna þess að Suður-Kórea væri óverjandi hern- aðarlega, svo sem þeir höfðu sagt, sætta sig við takmarkað undanhald frá útvígi, sem hefði enga sérstaka þýðingu fyrir þá nema þeir hygðu á árásarstríð gegn Kína. Þegar Ameríkumenn hlutuðust til um málið með vopnavaldi og skutu málinu til Sameinuðu þjóðanna fannst mér þeir gera rangt, og ég áleit, að önnur lönd, þar á meðal Bretland, hefðu átt að neita þeim um stuöning. Ég áleit í fyrsta lagi, að það væri einskær misnotkun á Sameinuðu þjóðunum að nota sér fjarveru Rússa í Öryggisráðinu og tilvist rangrar kínverskar stjórnar — en gegn því hefði okkar land átt að taka miklu sterkari afstöðu — til að breyta Sameinuðu þjóð- unum úr því, sem þeim var ætlað að vera, tæki sameiginlegrar stefnu stórveld- anna, í verkfæri handa helmingi heimsins gegn hinum helmingi hans. I annan stað áleit ég, að aðgerðir Bandaríkjanna á Formósu væru algerlega rangar. Á þessu tímabili sögðu flestir vinir mínir mér, að Bretar mundu geta stöðvað Banda- ríkjamenn við 38. breiddarbaug, og að það mundi verða auðveldara að gera það, ef við sameinuðumst þeim í Kóreu, en ef við synjuðum þeim því. Ég var alger- lega á öðru máli, og í þessu efni sýndi reynslan að ég hafði rétt að mæla. Þegar lierir Bandaríkjanna héldu allt að landamærum Mansjúríu og drógu okkur á eftir sér, þá gat ég ekki með nokkru móti áfellzt Kínverja fyrir að skerast í leikinn. Hvort sem Bandaríkjamenn hafa ætlað sér að gera iðjuver Mansjúríu óvinnufær þegar í stað, þá var það fullkomlega Ijóst, að þeir voru að koma sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.