Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stjórn Norður-Kóreu tók þessa viðburði sem merki um það, að hersveitir hennar
gætu farið inn í Suður-Kóreu án þess að eiga það verulega á hættu, að Ameríku-
menn mundu hlutast til um málin með vopnavaldi. Sjálfur var ég ekki svo viss um
þetta, þar sem ég þekki það til MacArthurs, að honum hætti við að vinna upp á
sitt eigið eindæmi. Og ég taldi norðurkóresku stjómina ekki dómskyggna í þessu
efni. En mér var ómögulegt að skoða aðgerðir hennar sem „árás“ í nokkrum skiln-
ingi, er gæti kvatt til íhlutunar Sameinuðu þjóðanna. Ég skoðaði ekki 38. breidd-
arbauginn alþjóðleg landamæri að neinu leýti og taldi Kóreustríðið í eðli sínu
borgarastyrjöld, en ekki alþjóðastríð. Auðvitað vissi ég, að Norður-Kóreumenn
höfðu verið vopnaðir af Ráðstjómarríkjunum og Suður-Kóreumenn af Bandaríkj-
unum. En mér virtist það ekki breyta stríðinu í styrjöld milli tveggja þjóða, eða
ánetja Sameinuðu þjóðirnar — nema því aðeins, að Sameinuðu þjóðirnar, svo sem
Bandaríkin sýnilega gera, teljist hluti úr vígvél Vesturlanda í hinu kalda stríði
gegn kommúnismanum.
Þegar ég leit á Kóreustríðið sem borgarastyrjöld þá vildi ég að Norður-Kóreu-
menn mundu sigra. Mér virtist stjórn Suður-Kóreu vonlaus afturhaldsleppstjórn,
sem átti þess engan kost að lifa án hjálpar Bandaríkjanna, og ég gat ekki hugsað
mér neina lausn á Kóreumálinu, sem hefði í för með sér áframhaldandi íhlutun
Ameríku á meginlandi Asíu. Mér geðjast ekki að kommúnismanum, en mér geðj-
ast jafnvel verr að afturhaldssömu stórjarðeigandavaldi, sem stutt er af erlendu
ríki gegn vilja þjóðarinnar. Ég hélt þess vegna, að sameining Kóreu undir norður-
kóresku stjórnina mundi vera þrautaminnsta lausnin á leiðinlegu ástandi. Og ég
vonaði, að Ameríkumenn mundu, vegna þess að Suður-Kórea væri óverjandi hern-
aðarlega, svo sem þeir höfðu sagt, sætta sig við takmarkað undanhald frá útvígi,
sem hefði enga sérstaka þýðingu fyrir þá nema þeir hygðu á árásarstríð gegn
Kína.
Þegar Ameríkumenn hlutuðust til um málið með vopnavaldi og skutu málinu
til Sameinuðu þjóðanna fannst mér þeir gera rangt, og ég áleit, að önnur lönd,
þar á meðal Bretland, hefðu átt að neita þeim um stuöning. Ég áleit í fyrsta lagi,
að það væri einskær misnotkun á Sameinuðu þjóðunum að nota sér fjarveru
Rússa í Öryggisráðinu og tilvist rangrar kínverskar stjórnar — en gegn því hefði
okkar land átt að taka miklu sterkari afstöðu — til að breyta Sameinuðu þjóð-
unum úr því, sem þeim var ætlað að vera, tæki sameiginlegrar stefnu stórveld-
anna, í verkfæri handa helmingi heimsins gegn hinum helmingi hans. I annan
stað áleit ég, að aðgerðir Bandaríkjanna á Formósu væru algerlega rangar. Á
þessu tímabili sögðu flestir vinir mínir mér, að Bretar mundu geta stöðvað Banda-
ríkjamenn við 38. breiddarbaug, og að það mundi verða auðveldara að gera það,
ef við sameinuðumst þeim í Kóreu, en ef við synjuðum þeim því. Ég var alger-
lega á öðru máli, og í þessu efni sýndi reynslan að ég hafði rétt að mæla.
Þegar lierir Bandaríkjanna héldu allt að landamærum Mansjúríu og drógu
okkur á eftir sér, þá gat ég ekki með nokkru móti áfellzt Kínverja fyrir að skerast
í leikinn. Hvort sem Bandaríkjamenn hafa ætlað sér að gera iðjuver Mansjúríu
óvinnufær þegar í stað, þá var það fullkomlega Ijóst, að þeir voru að koma sér