Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 100
UMSAGNIR UM BÆKUR
r
■n
v
j
Æiisaga Árna prófasts
Þórarinssonar.
Fært hefur í letur Þórbergur
ÞórSarson. I.—VI. bindi.
Útgefandi: Helgafell.
Reykjavík 1945—1950.
Með bókinni „AS æfilokum", sem er
sjötta bindi æfisögu Árna prófasts Þór-
arinssonar, er þessu mikla ritverki lokið.
ÞaS mun vera mesta æfisaga, er skráS
hefur veriS á landi hér, á þriSja þúsund
blaSsíSur samtals.
AS loknum lestri þessa ritbákns freist-
ast maSur til samanburSar viS aSrar
sjálfsæfisögur, en af þeim eigum viS orS-
iS allmargar, annaS hvort skráSar af
mönnunum sjálfum eSa eftir beinni fyr-
irsögn þeirra. Má í þessu sambandi
minna á sögu Jóns Steingrímssonar,
Gísla KonráSssonar, Þorvalds Thorodd-
sens, IndriSa Einarssonar, Sæmundar
Sæmundssonar (Virkir dagar), Eldeyjar-
Hjalta, FriSriks FriSrikssonar og Theo-
dórs FriSrikssonar, svo ekki séu nefndar
fleiri. ViS nánari íhugun verSur þó niS-
urstaSan sú, aS samanburSur viS þessar
bækur myndi verSa harla þýSingarlítill,
ef ekki meiningarlaus meS öllu. Helzt
væri þaS þá Jón Steingrímsson, er gæti
komiS til greina, og er þó næsta ólíku
saman aS jafna, hvort sem litiS er á efni-
viS eSa snilli í frásögn. Saga Árna pró-
fasts er gerólík öllum öSrum, alveg ein-
stæS í sinni röS. TrúaS gæti ég því, aS
hún ætti engan sinn líka í heimsbók-
menntunum.
ViS lauslega yfirborSssýn mætti þó
svo virSast, aS í þessu falli væri ekki
nein reiSinnar ósköp aS færa í frásögur.
Umkomulaus sveitapiltur tekur sig til og
leggur á þann bratta, sem á þeim árum
ægSi flestum gáfuSum ungmennum,
brýzt gegnum latínuskólann til stúdents-
prófs og slítur sig síSan áfram skemmstu
leiS til prestsvígslu, kemst aS því búnu
í „brauS“ á einu nesi þessa lands og
situr þar alla sína embættistíS eSa fram
á áttræSisaldur. Þarna húkir hann sem
sagt á sömu þúfunni, sér aldrei nema
nokkurn hluta af landinu, fer aldrei út
fyrir landsteinana, kemur ekkert viS al-
menn mál utan sveitar sinnar, lendir
aldrei í sjóhrakningum, liggur aldrei úti
í stórhríS á fjallvegi. Ekki er því heldur
aS heilsa, aS hann leggi hempu sína
nokkuru sinni í hættu meS framhjátök-
um eSa öSrum mannlegum breyskleika-
syndum. Ónei, hann sýnist hafa veriS
hvorki meira né minna en ímynd vamm-
leysisins og hversdagsleikans — gott ef
hann hefur nokkurn tíma drukkiS sig
fullan. HvaS myndi svo vera aS færa í
frásögur um svona mann?
ESa ef litiS er á andlegan habitus
þessa dyggSum prýdda kennimanns frá
líku sjónarmiSi og hér á undan: „Ég
trúi meyjarfæSingunni, kraftaverkunum.