Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 105
UMSAGNIR UM BÆKUR 95 <lárar hentu milli sín í spéi og á spjóts- oddum, svo sem Passíusálm nr. 51. Gildi þessarar bókar felst hvorki í for- mála né eftirmála, þar sem hvorugt fyrir- bæriS er að finna í bókinni, og verður hún því ekki „stórmerk" þeirra vegna. Ljóðunum einum er treyst til að koma henni í hillur manna eða á náttborð þeirra, undir kodda sjómannsins í koju sinni og sveitamannsins í rúmi sínu, eða á gólfið við bedda stráka og lausingja. Þeir, sem lesa þessa bók, munu fljótt komast að raun um, að Snorri Hjartar- son hefur sleppt framan af Steini, ef •ég má orða það svo. I bókina vantar byltingarljóðin úr fyrstu bók skáldsins, Rauður loginn brann. Ef til vill hefur Snorri ekki ætlað sér að láta bókina sýna þróun skáldsins, en aðeins valið í hana þau kvæði, er hann taldi lífvænleg- ust og bezt vængjum búin til að fljúga út meðal þjóðarinnar. En hvað sem um það er, hefði ég kosið að fá sýnishom þessara fyrstu byltingarljóða, t. d. Or- eiga æska og Húsið hrynur. Það er nefnilega Ijóst af fyrstu bók Steinars, að hann hefur hugsað sér að gerast baráttu- skáld öreiganna, og þá jafnframt von- gjafi þeirra og ráðgjafi, huggari þeirra og tyftunarmeistari. Það fer heldur ekki leynt, að hann hefur ætlað sér að leggja hönd á plóginn með sósíalistum í baráttu þeirra fyrir breyttu þjóðfélagi og afnámi •auðvalds. Það er aðeins kvæðið Pro- methus, sem gefur hugmynd um þennan þátt í skáldskap Steinars, en ég tel það hollt til skilnings á skáldinu, að þessum þætti sé veitt athygli, enda þótt Steinn hafi ekki orðið neinn meistari í kveðskap byltingarljóða, sem erfitt mun og reyn- ast og óhollt við að fást öllum þeim, sem •ekki loga og brenna í eldinum, sem hug- sjónin kyndir. En Steinn er einn af öreigunum, og myndir úr lífi þeirra og viðhorf hans til þeirra og þjóðfélagsins, sem skapar þá, verða honum uppspretta ljóða, og þaðan eru runnin sum beztu kvæði hans. I bók þessari er hins vegar að hitta ljóðasmiðinn Stein- Steinarr, skáldið, sem hefur reynt að handsama Ijóðvak- ann og finna honum hinn fullkomnasta búning, skrautlausan, aðskorinn og ekki búinn annarri prýði en þeirri, sem sjálft ljóðið á í sál sinni, og það er ómaksins vert að ganga á hans vit. Þegar á 17. bls. er að finna kvæðið Tunglskin, sem bend- ir til þess, sem Steinn muni bezt gera. Þar hefur skáldinu tekizt að gefa kvæði sínu þann hlæ, sem það á að hafa, og þessi blær hrífur lesandann, — hann sér og skynjar. Að sjálfsögðu fer ekki hjá því, að heimspekingurinn Steinn Steinarr birt- ist í þessari bók, og hann segir eins og Prédikarinn: Allt er hégómi, aumasti hégómi. En um hann hefur nóg ver- ið rætt og ritað. Einnig birtir bók þessi okkur þann Stein Steinarr, sem tekizt hefur að líta með gamansemi á raunir þessa lífs og yrkir um skrýtna náunga og hrakfallabálka hamingj- unnar, Hermann Pétur og Jón Kristó- fer, kadett í Hernum, og ekki skulum við gleyma Chaplinsvísunni, módel 1939. Þá ber og að þakka ádeilu- og háðkvæð- in, t. d. Búlúlala, Hallgrímskirkju og Passíusálm nr. 51, en engu lakari eru kvæðin Universitas Islandiae og Komm- • únistaflokkur Islands, sem ekki hafa orðið náðarinnar aðnjótandi. Sú var tíðin, að ég hafði ekki mikla trú á Steini sem lyrikker. Orsökin var fyrst og fremst sú, að blærinn á háttum hans og máli er ekki sérlega lyriskur, það berst enginn draumljúfur kliður frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.