Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 116
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR við gerðum þegar við vorum á nítjánda árinu. Það fer ekki mikið fyrir boðskap þessarar bókar. Persónurnar eygja enga birtu framundan, sem gæti orðið þeim leiðarljós, og höfuðpersónan er hér eng- in undantekning. Álfur Eyleifsson er í rauninni ákaflega stefnulaus persóna og svo gjarn á að vorkenna sjálfum sér, að erfitt er að hafa samúð með honum. Þrátt fyrir þetta er andi bókarinnar já- kvæður. Það er engin rómantík yfir lýs- ingum höf. á afleiðingum stríðsins, og honum tekst að ná nokkurri vídd í frá- sögn sína, er hann lýsir harmsögulegum verkunum þess. Afstaða hans er mann- leg, og fyrir það má honum ef til vill margt fyrirgefast. En þó að höf. hafi unnið verk sitt af meiri kostgæfni en títt er um unga höfunda, er stíll hans of ólistrænn til að halda áhuga lesandans vakandi til enda. Samtölin eru flöt og ópersónuleg. Hugarfar og tilfinningar söguhetjanna speglast ekki í þeim, svo að höf. verður jafnan að bæta við hinum margþvældu og leiðinlegu einkennis- orðum eins og t. d. — „sagði hún glaS- lega, sagði hann jyrirlitlega, sagði hann í léttari tón' o. s. frv. Þetta er ekki illa gert byrjendaverk, en höf. á margt ólært, ef hann vill vinna hylli annarra en gagnrýnislítilla miðl- ungslesenda. lngóljur Pálmason. Ur fórum Jóns Árnasonar. Sendibréf. Finnur Sigmunds- son bjó til prentunar. Fyrra bindi. Rvík 1950. HlaðbúS. Finnur landsbókavörður Sigmundsson hefur áður lagt á borð íslenzkra lesenda ágæt sýnishorn íslenzkra bréfasafna frá 19. öld, hinar vinsælu bækur Húsfreyj- una og Son gullsmiðsins á Bessastöðum. Nú hefur hann leitað fanga í aðra veiði- stöð, sem er nokkuð annars eðlis, en það er hið mikla bréfasafn Jóns Árnasonar og bréf frá honum sem varðveitzt hafa í söfnum annarra. Bókin á að verða tvö bindi, og var í upphafi svo ráð fyrir gert að þau yrðu samferða, en síðara bindið hefur orðið að bíða næsta árs sakir pappírsskorts, og sýnir bókin því ekki enn þá heildarmynd sem henni var ætl- að. I þessu bindi eru bréf frá Jóni Áma- syni og til hans frá ámnum 1848—62, flest þó frá árunum eftir að hann hóf þjóðsagnasöfnun sína fyrir alvöru eftir áeggjun Konráðs Maurers 1858. Eins og að líkum lætur snýst meginþorri bréf- anna um þjóðsögurnar, söfnun þeirra og útgáfu. Flestöll bréfin frá Jóni eru til þeirra Jóns Sigurðssonar, Konráðs Maurers og Jóns Borgfirðings. Veldur því vitanlega að obbinn af bréfum Jóns til safnara sinna og trúnaðarmanna út um sveitir landsins hefur glatazt. En bæði úr bréfunum til Jóns Borgfirðings og ekki síður úr svarbréfum margra þeirra sem Jóni skrifa má lesa merkilega sögu um þrotlausa elju hans og áhuga við þjóðsagnasöfnunina, natni hans og nákvæmni að ná í allt, smátt og stórt, sem að gagni mætti koma. Á einum stað sést að hann hefur sjálfur skrifað hug- vekju sína um þjóðsagnasöfnun í 50— 60 eintökum (hún var ekki prentuð fyrr en síðar), svo að ekki hefur pennaletin bagað hann, enda hafa bréfaskriftir hans sömu sögu að segja. Til Jóns eru í þessari bók bréf frá meira en tveim tugum manna, flest frá Guðbrandi Vigfússyni, en hann var eins og kunnugt er milligöngumaður milli Maurers og Jóns um útgáfu þjóðsagn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.