Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 118
108
varð ekkert eins og kunnugt er. Svörin
heimtust yfirleitt vel, svo að ekki vant-
ar nema 7 sóknalýsingar og eina sýslu-
lýsingu. Hingað til hafa þessar merki-
legu heimildir verið lítið notaðar, enda
ekki sérlega greiðar aðgangs. Fáeinar
sóknalýsingar hafa verið gefnar út á víð
og dreif í ýmsum ritum, en slíkt kemur
ekki af hálfu gagni; það eina sem dugir
er að gefa þær út í heild, eins og for-
göngumenn útgáfunnar hafa réttilega
skilið.
Eins og gefur að skilja eru lýsingam-
ar býsna misjafnar að gildi og gæðum.
En óhætt mun þó að fullyrða að þær séu
í heild sinni ein merkasta samtíma
heimild um landshagi á íslandi á fyrri
helmingi 19. aldar. Spurningamar snú-
ast í fyrsta lagi um náttúru landsins,
landslag og veðráttufar, í öðm lagi um
bjargræðisvegi og afkomu manna, í
þriðja lagi um menntun, siðferði, heil-
brigðismál og fomleifar. Má af þessu
marka að í svörunum muni kenna
margra grasa og að margt megi af þeim
læra. T. d. er hér. saman kominn einhver
mesti sægur örnefna sem til era í nokkru
einu riti íslenzku, og er það eitt ekki
lítils virði. Enn má nefna það að þegar
allar lýsingarnar eru birtar verða þær
hinn ákjósanlegasti grundvöllur til at-
hugunar og samanburðar á ólíkum at-
vinnu- og lifnaðarháttum hvarvetna á
landinu.
Bindi það sem út er komið, Húnavatns-
sýsla, er sennilega gott dæmi um lýsing-
ar þessar yfirleitt, kosti þeirra og galla.
Lengst er þar og ýtarlegust lýsing sr.
Eggerts Ó. Bríms á Höskuldsstaðasókn
(rituð 1873), 44 stórar bls., enda er hún
hin merkasta ritgerð og fer langt út fyrir
umgerð spurninganna. En margar hinna
lýsinganna eru og hinar fróðlegustu, og
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sumar smáfyndnar, eins og lýsing sr.
Ögmundar Sigurðssonar á Tjamarsókn.
Ástæðulaust er að ætla að aðrar sýslur
séu síðri en þessi, og er þetta bindi því
ærin sönnun þess að hér er hið mesta
nauðsynjaverk á ferðinni. Upphafs- og
forstöðumenn útgáfunnar, þeir Jón Ey-
þórsson og Pálmi Hannesson, eiga því
liinar mestu þakkir skilið fyrir að hafa
hrundið henni af stað, og ekki síður
bókaútgáfan Norðri, sem hefur sýnt
þann stórhug að ráðast í þetta fyrir-
ferðarmikla verk, þó að það sé ekki lík-
legt til að verða gróðafyrirtæki.
Þegar um svo merkilegt heimildarrit
er að ræða er vitanlega skylt að vanda
til útgáfunnar eftir fremsta megni; eng-
ar líkur eru til að þetta rit verði gefið
út í annað sinn á næstu mannsöldrum.
Þessi útgáfa verður því að vera svo úr
garði gerð að henni sé fyllilega treyst-
andi í hvívetna; allt annað er óþolandi.
Utgefendur gera grein fyrir tilhögun út-
gáfunnar í formála, og segir þar m. a.:
„1. Útgáfan er orðrétt, en ekki stafrétt,
það er að segja: Orðalagi höfunda er í
engu breytt, en réttritun vikið til sam-
ræmis við núgildandi stafsetningu, eftir
því sem fært þótti. ... 2. Staðanöfnum
og örnefnum er haldið óbreyttum, nema
um hreina rangstöfun eða stafsetningar-
atriði sé að ræða.“
Þessar reglur eru góðar það sem þær
ná, en þó hefði ekki sakað að þær hefðu
verið skýrara orðaðar. Það er t. d. aug-
ljóst, eins og síðar verður að vikið, að út-
gefendur telja það orðrétt að breyta orð-
myndum sem eiga fullan rétt á sér jafnt
og þeim sem eru hrein stafsetningarat-
riði. En þetta er mesti misskilningur. í
riti eins og þessu væri einmitt alveg sér-
staklega æskilegt að halda óbreyttum
öllum orðmyndum sem nokkurt mál-