Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 119
UMSAGNIR UM BÆKUR
109
fræðilegt eða málssögulegt gildi hafa.
Hér er um að ræða einstætt safn sam-
tíma ritgerða úr öllum sveitum landsins,
og því óvenjulega gott tækifæri til sam-
anburðar á rithætti og málvenjum, sem
með engu móti má fela undir grímu nú-
gildandi' skólastaf setningar. Astæðulaust
er að óttast að annarlegar orðmyndir
hneyksli eða afvegaleiði nokkurn les-
anda þessa rits, þó að eitthvað kunni að
sjást þar sem rauðstrikað yrði í bama-
skólum.
En hitt er þó miklu verra, og verður
ekki afsakað, að útgefandi þessa bindis,
Jón Eyþórsson, fylgir ekki þessum regl-
um sem settar eru í formálanum, jafnvel
þó að þær séu túlkaðar á annan hátt en
ég mundi kjósa. Hér er ekki rúm til að
telja nema fáein dæmi þessu til sönnun-
ar, tínd saman á örfáum blaðsíðum bók-
arinnar sem hornar hafa verið saman við
handritið.
1. Sumum kann að virðast það hót-
fyndni ein að amast við því að myndum
eins og hvör og hönum sé breytt í hver
og honum, eða að samræmdar séu mynd-
ir eins og hef og hefi, hefur og hefir
(hvorartveggja koma fyrir); en slíkt er
a. m. k. alger þarfleysa og engum til
gagns, enda skylt að geta þess í formála.
Verra er þó þegar beygingarmyndum er
raskað steinþegjandi (í dæmunum hér á
eftir eru leshættir útgáfunnar framan
við tvípunkt, handritsins aftan við), t. d.
bls. 42 Lækni: Læknir; á28 vetuma: vet-
urnar; á25 sjávar: sjóar; 54 sýslnanna:
sýslanna; 5® -hreppi: -hrepp, o. s. frv.
Hér er komið út í leiðréttingastarfsemi
sem á betur heima á öðrum vettvangi en
í fræðilegri útgáfu á heimildarriti. Full-
komlega óleyfilegt er enn fremur að
breyta orðmyndum sem em sérkennileg-
ar fyrir ákveðna landshluta, t. d. 1062
hnúkur: hnjúkur, 1064-22 hnúkar:
hnjúkar.
2. Það sem nú hefur verið nefnt er þó
tiltölulega saklaust hjá beinum villum,
ranglesnum orðum, úrfellingum og við-
aukum, en um það hef ég fundið fleiri
dæmi en hér verði talin á þeim fáu bls.
sem ég hef borið saman við handritið.
Sumt eru að vísu smámunir sem ekki
skipta verulegu máli, en mættu þó eins
vera réttir, t. d. 218 á sumrin: á sumrum;
é29 einstaka menn: einstakirmenn; 1052
síðasta: síðlalstl.; 1053 með tilliti til:
með tilliti; 1057-8 í sumar: næstl. sumar;
10529 eftir því, sem: eftir sem; 10624
sem: hann; 10638 þar: hér, o. s. frv. —
Á öðrum stöðum raskast meining, jafn-
vel svo að textinn verður lítt skiljanleg-
ur, t. d. 42 Lækni er þó engin jörð ætluð:
Læknir er hér engin j. æ.; 44 (vegurinn
yfir Stóravatnsskarð liggur) ofan frá
Gili: ofan hjá Gili; 436 2% míla: hér
um 2% míla; 10512 yfir: vestan yfir;
10513 að norðan undan Holtastaðasókn:
að norðan endar H.; 10517 nú í suður:
en í suður; 1064 graslausir hnúkar:
grasleysis hnjúkar; 10621 með því: að
því; 1071 bugast: beygist; 1073 gráleit:
ljósleit; 10719 lentu .. á Blönduósi:
lentu .. í Blönduósi; 10728 tekið eftir
neinni reglu: tekið hér eftir neinni fastri
reglu. — Eins og sjá má eru allar þessar
villur á sex blaðsíðum í bókinni, og er
þó ekki allt tíundað sem þar hefur fund-
izt.
3. Um staðanöfn og ömefni er það að
segja að þar gætir allmikillar ósam-
kvæmni í því hvenær þau eru skáletruð
(þ. e. prentuð óbreytt). Þetta er þó til-
tölulega meinlaust, vegna þess að útgef-
andi hefur af varkámi skáletrað víðar en
hrýn þörf er á, og stafar ósamkvæmnin
einkum af því. En villulaus eru ömefnin