Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 125
STEINN STEFÁNSSON:
„Allar þessar bækur eru okkur góðir vinir44
Steinn Stefánsson skólastjóri, sem hér
á eftir gerir grein fyrir skoðun sinni á
Máli og menningu, hefur verið umboðs-
maður félagsins á Seyðisfirði frá því það
var stofnað. Steinn er fæddur að Reyni-
völlum í Suðursveit 11. júlí 1908, sonur
StefánsJónssonar,síðar bónda og hrepp-
stjóra á Kálfafelli, og konu hans Krist-
ínar Eyjólfsdóttur frá Reynivöllum. —
Ungur vann hann sveitastörf, en byrjaði
kennslu 19 ára að aldri, var þá farkenn-
ari í tvö ár í Suðursveit eftir að hafa
gengið í unglingaskóla á Djúpavogi hjá
Sigurði Thorlacius, síðar skólastjóra í
Reykjavík. Haustið 1929 fór Steinn í
Kennaraskólann og lauk kennaraprófi
vorið 1931.Gerðist barnakennari á Seyð-
isfirði haustið eftir, og hefur verið kenn-
ari þar síðan og skólastjóri frá 1945.
Hann getur þess í bréfi til okkar, að Mál og menning hafi alla tíð átt miklum vin-
sældum að fagna á Seyðisfirði, félagsmenn séu af öllum stéttum og flokkum, og tel-
ur hann þær vitni um góðan bókmenntasmekk Seyðfirðinga. Eg vil bæta því við að
Mál og menning hefur líka átt þar einn bezta umboðsmann sinn. Getið skal þess
að grein Steins er rituð áður en síðasta hefti kom út með tillögu um árgjaldshækkun
og aukna útgáfu. Kr. E. A.
Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað til þess að halda uppi menning-
arsókn íslenzku þjóðarinnar á kröppustu tímum hennar í andlegum og efnalegum
skilningi, síðan hún hlaut fullveldi sitt. Það var stofnað 1937, þegar áhrif heims-
kreppunnar voru orðin þau, að segja mátti, að bókhneigður alþýðumaður hefði
ekki málungi matar, er um andlegt fóður var að ræða, og góðar bækur á alþýðu-
heimilum voru orðnar eins sjaldgæfar og sósíalismi í Bandaríkjunum.
Með félagsstofnun þessari var gerð tilraun til stórfelldrar bókaútgáfu með það