Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 127
117
„ALLAR'ÞESSAR bækur eru OKKUR GÓÐIR VINIR“
fyrstu árin. Vegna alls þessa umróts hafa félagsmenn oft haft æma ástæðu tí\
óánægju. Sérstaklega hefur mikillar óánægju orðið vart út af því, hve seint heful
gengið að koma út langþráðum verkum eins og Arfi Islendinga og Mannkynssög-
unni. Sá seinagangur má vafalítið skrifazt á reikning stríðsgróðans á einn eða
annan hátt. Það er hins vegar vaxtarmerki félagsins, er félagsmenn bíða óþreyju-
fullir aukinnar útgáfustarfsemi.
Annað stríðsgróðafyrirbærið er bókaflóðið, sem gengið hefur yfir landið hin
síðari ár. Þar hefur Mál og menning fyrir hitt sinn skæðasta keppinaut í ýmsum
skilningi. Og þótt Mál og menning fagni heils hugar mörgum ágætum bókum, sem
flotið hafa með straumnum, er ekki þess að dyljast, að meira flýtur þar af alls
konar afmenningardóti. Má fullyrða, að mál þjóðarinnar og menning standi mjög
traustum fótum, ef hún sleppur, er tímar líða, að fullu óskemmd út úr því eld-
húsreyfara og „filmstjörnu“-flóði, sem streymt hefur um allar landsins æðar í
seinni tíð. Og ekki má „gleyma garminum honum Katli“, skriðuföllum blekkinga-
áróðursins, sem blekníðingar ýmsir hyggjast gefa þjóðinni inn sem einhvern „lífs-
elexír", að því er virðist til þess að halda henni á vissu sértrúarstigi og stálsetja
hana gegn því „er sannara reynist".
Það verður að vera hlutverk víðtækrar og sannleiksunnandi bókaútgáfu að
spyrna gegn afmenningarbroddunum, hvaðan sem þeir koma. Það er hlutverk bók-
mennta/é/ags, sem skipar öndvegi vísindum og listum, og veitir alþjóð menning-
arleg viðfangsefni í stað deyfilyfja.
Slíkt félag er Mál og menning og getur þó verið það í miklu fyllri skilningi en
orðið er. En til þess að svo verði þarf félagsmannatalan enn að aukast og útgáfan
að vaxa að fjölbreytni í líkingu við það, sem brautryðjendurnir hugsuðu sér í
upphafi. Það mundi auðvitað kosta félagsmenn hærra árgjald. Gæti ég trúað, að
þeir mundu flestir greiða það með ánægju, yrði það útgáfunni til eflingar.
„En hvað er þá orðið okkar starf?“ Hafa hugsjónir brautryðjendanna revnzt
haldkvæmar? Því verður hiklaust svarað játandi. Mál og menning hefur hlotið
sína eldskírn. Tíminn hefur einmitt leitt í ljós hið mikla gildi landssamtaka um
bókaútgáfu með þeim markmiðum, sem Mál og menning setti sér í upphafi.
Nú lifa samtökin blómalífi og félagsmenn geta litið til baka yfir glæsilegan ár-
angur af starfi þeirra, þrátt fyrir allan andblástur. Flestir bókamenn munu hafa
haldið tryggð við félagið og nýtur það nú vaxandi vinsælda.
Val verkefnanna hefur að mínum dómi tekizt ágætlega með e. t. v. fáum undan-
tekningum. Við sjáum í bókahillum okkar úrval bókmennta, sem við aðeins gátum
hlotið fyrir mátt samtakanna. Þar eru Vatnajökull, Efnisheimurinn, Andvökur,
tvö bindi af Mannkynssögunni, Jóhann Sigurjónsson, Móðirin eftir Gorki, Eyjólfur
Guðmundsson, Nexö, Vopnin kvödd og Þrúgur reiðinnar auk margra ágætra bóka,
sem of langt yrði upp að telja. Og þegar stjórn félagsins þótti ganga of seint að
hrinda í framkvæmd einhverju af hugsjónunum, réðst hún í að gefa út aukalega
bækur, sem illa þóttu geta beðið. Ber þar hæst kórónu útgáfunnar, Arf íslendinga
(sem nú loks er væntanlegt framhald af) og Undur veraldar. Fullyrða má, að flest-
ar þessar bækur hefðu aldrei náð augum þess fjölda manna, sem raun ber vitni,