Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 128
Umboðsmenn Máls og menningar
Við höfum tekið upp þann hátt í tíma-
TÍtinu að kynna með nokkrum orðum
umboðsmenn Máls og menningar íyrir
félagsmönnum og öðrum lesendum þess.
Við þau kynni sem við höfum haft af
mörgum þeirra á undanförnum árum,
höfum við ekki komizt hjá að veita því
e'tirtekt, hve íslenzk menningarstarf-
semi á þar góða fulltrúa sem þeir eru.
Þessir menn hafa lagt á sig mikið starf,
nærri endurgjaldslaust, eingöngu af
menningarlegum áhuga. Þeir eru af öll-
■um stéttum þjóðfélagsins, sumt menn
sem engrar skólamenntunar hafa notið,
og er undravert að sjá af bréfum sumra
þeirra, hversu þeir rita hreint og villu-
laust mál og setja skýrt fram hugsun
sína. Þeir eru okkur Ijós vitnisburður
um hve íslenzk alþýðumenntun stendur
■einatt djúpum rótum. Aðrir eru lærðir
menn, prestar, læknar og kennarar, og
sýna hinn sama áhuga. Innan Máls og
menningar vinna alþýðu- og mennta-
menn í einum anda, eins og verið hefur
alla sögu Islands, til að halda við lífs-
glóðum menningar og bókmennta. Við
viljum leiða athygli að þessum mönnum,
því að meðan til eru slíkir jafn vakandi
í hverri sveit á landinu, getur trúin ekki
haggast á undirstöðu íslenzks menning-
arlífs. Kr. E. A.
Bjarni Þorsteinsson. Einn í hópi elztu
umboðsmanna okkar er Bjarni Þor-
steinsson, Lyngholti, Borðeyri. Hann er
fæddur í Hrútatungu í Vestur-Húna-
vatnssýslu 11. ág. 1892. Hann segir sjálf-
ur svo frá í bréfi til Máls og menningar.
„Foreldrar mínir voru fátæk bændahjón.
Árið 1915 hafði ég loks safnað til skóla-
göngu. Gekk þá í Kennaraskóla íslands
miklu verr upplýstur í íslenzku og reikn-
ingi en nú er títt um sæmilega greind
fermingarböm. 1919 útskrifaðist ég úr
kennaraskólanum. Síðan hef ég kennt
bömum, fyrst sem heimiliskennari og
seinna sem farkennari; aldrei flutt
burtu úr fæðingarhéraði mínu. Ég hélt
því fram á skólaárum mínum, að það
væri veila í skapgerð, ef ekki væri unnt
að lúka sama starfi með sama árangri
meðal kunningja og granna, sem maður
og sumar alls ekki komið út, ef þessi félagsskapur hefði ekki verið stofnaður um
útgáfuna, og það þrátt fyrir uppgangstímana. Allar þessar bækur era okkur góðir
vinir og vottur mikilla afreka, þrátt fyrir allt sem á móti blés. Ekkert sýnir
kannske betur vaxtarmátt félagsins en einmitt það, hve örugglega það hefur
staðið af sér hvers konar andblástur.
Allt bendir nú til að fauskur stríðsgróðans falli kalinn áður langt um líður,
meðan stofn Máls og menningar stendur styrkur og ber kyndil, sem lýsa mun á
veg þjóðarinnar til bætandi máls og batnandi menningar.