Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 130
120 TÍMARIT MÁLS OG 'MENNINGAR Ingimar Júli'usson. Við birtum hér orð- rétt bréf frá honum: „Vegna ítrekaðra tilmæla til okkar umboðsmanna félagsins, vil ég nú skýra stuttlega frá því helzta í æviferli mínum til þessa: Eg er fæddur hér á Bíldudal þ. 12. des. 1911. Foreldrar mínir voru Ásbjöm Júl- íus Nikulásson sjómaður og síðar fiski- matsmaður, hreppsnefndaroddviti o. fl., og kona hans María Guðbjörg Jónsdótt- ir (systurdótturdóttir Jóns Sigurðssonar forseta). Ólst ég upp hjá þeim og tók að stunda algenga verkamannavinnu á unglingsárum mínum. Skólanám hef ég ekki stundað annað en í barnaskóla. Á þeim árum, er ég fyrst gerðist verkamað- ur, var ekkert verkalýðsfélag á Bíldu- dal, og var því kaupgjald þar talsvert lægra en í nágrannakauptúnum, þar sem félög höfðu risið upp. Snemma fann ég, að stéttarlega stóðum við, verkafólkið, á öndverðum meið við atvinnurekand- ann, og þegar Verkalýðsfélagið Vöm var stofnað á Bíldudal 11. júní 1931, eða fyrir tæpum 20 árum, var ég meðal hvata- manna að stofnun þess og var kosinn rit- ari í fyrstu stjóm þess, 19 ára að aldri. Síðan hef ég að mestu stundað verka- mannavinnu hér á Bíldudal, og jafnan tekið allmikinn þátt í störfum „Vamar“. í stjórn félagsins hef ég átt sæti f 14 ár, þar af 8 ár formaður, eða lengur en nokkur annar til þessa. Að öðm leyti hef ég ekki haft mig mikið í frammi í opinberum málum. Var þó í framboði fyrir Sameiningarflokk alþýðu — Sósíal- istaflokkinn í Vestur-ísafjarðarsýslu við alþingiskosningarnar 1946, og efsti maður á lista sósíalista við hreppsnefnd- arkosningar í Suðurfjarðahreppi (Bíldu- dalur og nágrenni) í janúar 1950, og náði þá kosningu í hreppsnefnd. Var það í fyrsta sinn sem sósíalistar höfðu þar lista í kjöri. Árin 1948 og 1949 átti ég sæti í skattanefndSuðurfjarðahrepps. Umboðsmaður Brunabótafélags fslands á Bíldudal og í Suðurfjarðahreppi frá því 1940. — Ég kvæntist 1934 Ósk Hall- grímsdóttur og eigum við 6 böm. Ég mun hafa tekið að mér umboð fyrir Mál og menningu hér á Bíldudal árið 1943. Hefur það starf verið hið ánægjulegasta, því bækur félagsins hafa jafnan verið ágætar, og þeim þessvegna vel tekið af félagsmönnum. Hlutverk sitt: að sjá févana alþýðu fyrir úrvals- bókum við viðráðanlegu verði, hefur fé- lagið rækt með prýði, og er menningar- legur skerfur þess og varðstaða um rétt- indi og sögulegan arf íslenzku þjóðar- innar, og alþýðunnar sérstaklega, livort- tveggja ómetanlegt. Mér er ljóst, að nú fara í hönd erfiðir tímar fyrir íslenzkan almenning, og örlagaríkir fyrir þjóðina í heild. Sennilega mun á næstu árum reyna meir á forystu Máls og menning- ar en hingað til, í alvarlegri og afdrifa- ríkari átökum um það sem hverjum hciðarlegum íslendingi er hjartfólgn- ast, frelsið. En ég vona samt, og treysti því, að forysta Máls og menningar reyn- ist þeim vanda vaxin, að halda merki fólksins, frelsisins og menningarinnar jafnhátt á lofti, framvegis sem hingað til, hvað sem yfir dynur, og verði þann- ig áfram samherji okkar alþýðufólksins og leiðbeinandi í gegnum þá andlegu — og e. t. v. bókstaflegu — herleiðingu, sem virðist svo ískyggilega yfirvofandi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.