Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 130
120
TÍMARIT MÁLS OG 'MENNINGAR
Ingimar Júli'usson. Við birtum hér orð-
rétt bréf frá honum:
„Vegna ítrekaðra tilmæla til okkar
umboðsmanna félagsins, vil ég nú skýra
stuttlega frá því helzta í æviferli mínum
til þessa:
Eg er fæddur hér á Bíldudal þ. 12. des.
1911. Foreldrar mínir voru Ásbjöm Júl-
íus Nikulásson sjómaður og síðar fiski-
matsmaður, hreppsnefndaroddviti o. fl.,
og kona hans María Guðbjörg Jónsdótt-
ir (systurdótturdóttir Jóns Sigurðssonar
forseta). Ólst ég upp hjá þeim og tók
að stunda algenga verkamannavinnu á
unglingsárum mínum. Skólanám hef ég
ekki stundað annað en í barnaskóla. Á
þeim árum, er ég fyrst gerðist verkamað-
ur, var ekkert verkalýðsfélag á Bíldu-
dal, og var því kaupgjald þar talsvert
lægra en í nágrannakauptúnum, þar sem
félög höfðu risið upp. Snemma fann ég,
að stéttarlega stóðum við, verkafólkið,
á öndverðum meið við atvinnurekand-
ann, og þegar Verkalýðsfélagið Vöm
var stofnað á Bíldudal 11. júní 1931, eða
fyrir tæpum 20 árum, var ég meðal hvata-
manna að stofnun þess og var kosinn rit-
ari í fyrstu stjóm þess, 19 ára að aldri.
Síðan hef ég að mestu stundað verka-
mannavinnu hér á Bíldudal, og jafnan
tekið allmikinn þátt í störfum „Vamar“.
í stjórn félagsins hef ég átt sæti f 14 ár,
þar af 8 ár formaður, eða lengur en
nokkur annar til þessa. Að öðm leyti
hef ég ekki haft mig mikið í frammi í
opinberum málum. Var þó í framboði
fyrir Sameiningarflokk alþýðu — Sósíal-
istaflokkinn í Vestur-ísafjarðarsýslu
við alþingiskosningarnar 1946, og efsti
maður á lista sósíalista við hreppsnefnd-
arkosningar í Suðurfjarðahreppi (Bíldu-
dalur og nágrenni) í janúar 1950, og
náði þá kosningu í hreppsnefnd. Var
það í fyrsta sinn sem sósíalistar höfðu
þar lista í kjöri. Árin 1948 og 1949 átti
ég sæti í skattanefndSuðurfjarðahrepps.
Umboðsmaður Brunabótafélags fslands
á Bíldudal og í Suðurfjarðahreppi frá
því 1940. — Ég kvæntist 1934 Ósk Hall-
grímsdóttur og eigum við 6 böm.
Ég mun hafa tekið að mér umboð
fyrir Mál og menningu hér á Bíldudal
árið 1943. Hefur það starf verið hið
ánægjulegasta, því bækur félagsins hafa
jafnan verið ágætar, og þeim þessvegna
vel tekið af félagsmönnum. Hlutverk
sitt: að sjá févana alþýðu fyrir úrvals-
bókum við viðráðanlegu verði, hefur fé-
lagið rækt með prýði, og er menningar-
legur skerfur þess og varðstaða um rétt-
indi og sögulegan arf íslenzku þjóðar-
innar, og alþýðunnar sérstaklega, livort-
tveggja ómetanlegt. Mér er ljóst, að nú
fara í hönd erfiðir tímar fyrir íslenzkan
almenning, og örlagaríkir fyrir þjóðina
í heild. Sennilega mun á næstu árum
reyna meir á forystu Máls og menning-
ar en hingað til, í alvarlegri og afdrifa-
ríkari átökum um það sem hverjum
hciðarlegum íslendingi er hjartfólgn-
ast, frelsið. En ég vona samt, og treysti
því, að forysta Máls og menningar reyn-
ist þeim vanda vaxin, að halda merki
fólksins, frelsisins og menningarinnar
jafnhátt á lofti, framvegis sem hingað
til, hvað sem yfir dynur, og verði þann-
ig áfram samherji okkar alþýðufólksins
og leiðbeinandi í gegnum þá andlegu
— og e. t. v. bókstaflegu — herleiðingu,
sem virðist svo ískyggilega yfirvofandi.“