Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 17
S J ALFSTÆÐ NUTIMAMENNING EÐA SNIKJ UM ENNING Nú ímynda ég mér að einhver kynni að líta svo á, að hér sé of mikið gert úr áhrifum ameríkanismans, og hættunni sem af honum stafar. Ég gæti hugsað mér að sá andmælandi, heldur vinveittur vestrænum þjóðum og lítið gefinn fyrir æsingar, mundi haga orðum sínum eilthvað á þessa leiö: „Við erum lítil eyþjóð og á okkur hrýtur strauma úr öllum áttum. Þjóð- ernið hlýtur alltaf að vera í vörn hvort sem er, og aðdráttarafl og áhrif stærri og auðugri þjóða eru staðreynd sem ekkert er við að gera; hernámið skipt- ir hér litlu máli, því ameríkanisminn er nútíminn sjálfur, og mundi alltaf komast eftir öðrum leiðum lil lands- ins. Það væri líka hættulegt skálka- skjól að skella allri skuld okkar eigin ónytjungsháttar á Bandaríkjamenn, í stað þess að beina öllu okkar afli að því að taka sjálfum okkur fram.“ Ég ætla nú, með yöar leyfi, að verja nokkrum mínútum til að svara þessum ímyndaöa andmælanda. Fyrst vil ég þá taka skýrt fram að menning- arleg einangrunarstefna gagnvart öðr- um þjóðum hlyti að vera bæði ótíma- bær og heimskuleg pólitík. Sú íslenzka menning sem hæfir nútímanum mun verða til úr frjálsum andlegum við- skiptum við aðrar þjóðir, keppni við þær, — og andófi. En hún mun ekki verða til með því móti að við gerumst attaníossar og eftirapendur einhverr- ar annarrar þjóðar. — Málsvarar her- námsins hafa reynt að útbreiða þá kenningu að þeir væru einhverskonar postular alþjóðahyggju á íslandi. Þeir segja að okkur beri að sýna Bandaríkjamönnum og Bretum, og yfirleitt hverjum sem er, tilhliðrunar- semi, vegna þess að nú á dögum sé al- þjóðasamvinna kjörorð dagsins, og allar þjóðir, eða að minnsta kosti hin- ar vestrænu þjóðir, eigi að vinna sam- an í ást og eindrægni. Þessi alþjóða- hyggja væri ekki eins tortryggileg ef boðendur hennar hér væru svolítið upplitsdjarfari. Því miður virðast þeir halda að tilhliðrunarsemin eigi að vera einhliða og að samstarfsviljinn felist í undirgefni og auðmýkt. Þeirra alþjóðahyggja hentar vel undirokend- um þjóða og umboösmönnum þeirra en ekki öðrum. Þá er mér vel ljóst að sú lækkun hins almenna menningarstigs, sem flestum hugsandi mönnum ber saman um að hafi átti sér stað, á sér flóknari og margbrotnari orsakir en hernámið citt; ef menning okkar hefði veriÖ styrkari mundi hernámið ekki hafa haft þau áhrif sem raun ber vitni. Sjálfsagt hefði ameríkanisminn fund- ið sínar leiðir til landsins jafnvel þó aldrei hefði stigið hér amerískur her- maöur á land. En aöstaða okkar hefði verið gerólík. Ein mikilvægasta orsök þess að svo stóran hluta íslenzkra stjórnmálamanna brast þor til að standa í mót bandarískum kröfum 1946, 1949 og síðan, var djúptæk 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.