Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
völdin hafa hinsvegar farið hægt í sakirnar, að' vísn var málið fengið í hendur borgara-
legum rannsóknardómara í Frakklandi, en hingað til liafa hershöfðingjarnir komið í veg
fyrir að dómaranum takist að inna hlutverk sitt af hendi, og dómsmálaráðherra ekki orðið
til að taka af skarið. Þegar svo var í pottinn búið gerði „Maurice-Audin-nefndin“ sína
eigin rannsókn í málinu, hafði tal af vitnum og athugaði málsgögn, og í desember s.l.
gaf hún að lokum út skýrslu sem óhætt er að telja örugga niðurstöðu. Hún sannar það
sem áður var skýrt frá um rás athurðanna og nafngreinir pyndarana; það eru þeir sömu
sem önnuðust Alleg og í frásögn hans eru tilgreindir með fyrstu stöfum nafna þeirra.
Pyndingameistarinn, Cha..., segir skýrslan að hafi misst vald á sér andspænis óbifandi
þögn Audins, ráðist á hann í pyndingaklefanum og kyrkt hann.
Orlög þeirra Audins og Allegs eru ekki fyrir þá sök merkileg að þau séu neitt einsdæmi.
Þeir voru hvorki fyrstu né síðustu fórnardýr franskra pyndara í Alsír. Það er sönnu nær
að þeir hafi liðið sömu þjáningar og þúsundir annarra í stríðinu í Alsír. Sérstakar að-
stæður hafa valdið því að þeirra mál hafa komið fram í dagsbirtuna fremur en mörg
önnur hliðstæð. „Maurice-Audin-nefndin“ hefur ekki heldur með baráttu sinni viljað
hefna Audins eins: með því að berjast fyrir að pyndararnir séu kallaðir til ábyrgðar
krefst hún þess að frönsk stjórnarviild hætti að halda hlífiskildi yfir svívirðu pynding-
anna, sem þau gera meðan þau hafast ekki að.
En þó örlög þessara manna séu síður en svo einsdæmi, þá hefur frásögn Allegs næstum
einstæða þýðingu. Áður en hún kom á prent höfðu birzt í frjálslyndum málgögnum í
Frakklandi margar frásagnir af pyndingunum í Alsír. En þær voru ekki sagðar af píslar-
vottunum sjálfum; þær voru mannúðlegar skýrslur um líkamlegar misþyrmingar; þær
gátu ekki lýst þreki hinna píndu, manndómi þeirra gagnvart mannleysunum. Þetta gerir
aftur á móti Rannsóknin; hin æðrulausa, hlutlæga og næstum hlutlausa frásögn Allegs er
siguróður. — Þessari sérstöðu, hinni djúpu merkingu Rannsóknarínnar, lýsir heimspek-
ingurinn Jean-Paul Sartre af nærfærnum skilningi í grein sem hann ritaði eftir útkomu
bæklingsins og síðan hefur verið látin fylgja flestum þýðingum hans. Grein þessi nefnist
Sigur og verða hér prentaðir nokkrir kaflar hennar:
„... Með Rannsókninni verður alger breyting. Alleg leysir okkur undan örvæntingunni
og skömminni vegna þess að hann er fórnarlamb og hann hefur lifað pyndingarnar. Þessi
afstöðubreyting felur óhjákvæmilega í sér nokkurt dapurlegt skop; hann hefur verið
pyndaður í okkar nafni, og fyrir hans skuld öðlumst við loksins aftur dálítið af stolti
okkar: við erum hreykin að liann skuli vera Frakki. Lesendurnir endurholdgast í honum
af öllum kröftum sálar sinnar, þeir fylgja honum út á yztu þröm þjáninganna; einir og
naktir standast þeir eldraunina með honum. Væru þeir, værum við færir um það í reynd-
inni? Það er annað mál. Mest um vert er það að fórnardýrið leysir okkur með því að láta
okkur uppgötva, eins og það uppgötvar sjálft, að við liöfum getu og ber skylda til að þola
allt.
Okkur sundlaði yfir hyldýpi hins ómannlega; en einn harður og þrár maður, sem hefur
einsett sér að gera sína skyldu sem maður, er fær um að hrista af okkur ómegið: „rann-
sóknin“ er ekki ómannleg; hún er ekkert annað en svívirðilegur og saurugur glæpur,
framinn af mönnum gagnvart mönnum. Ilið ómannlega er hvergi til, nema í þeim óráðs-
draumum sem óttinn innblæs. Og einmitt hin rólega karlmennska píslarvotts, hógværð
274