Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR geta sinnt þeirri köllun að gera sal- ernið á hafnarbakkanum í Reykjavík eins þrifalega hreint og ilmandi „eins- og apótekið hjá þeim danska manni Mikael Lúnd”, og halda því þannig við. í sextánda kafla bókarinnar hlustum við á hann útskýra lífsskoð- un sína í nætursamtali við Garðar Hólm. „Hátt og lágt vinur, sagði eft- irlitsmaðurinn '—.: ég veit ekki hvað það er.“ Hann viðurkennir, að sú afstaða er ekki í samræmi við mat fornsagnanna á mönnum: „Lífið hef- ur afturámóti kent mér að gera ekki mun á hetju og litlum karli; á stór- tíðindum og titlíngaskít. Ur mínum bæardyrum eru menn og atburðir nokkurnveginn jafnir.“ Eftirlitsmað- urinn lítur á heiminn sub specie aeter- nitatis: „Og þegar farið er að hugsa um þennan sérkennilega stað sem ég var að segja þér frá, heiminn sem er aðeins einn, og teingsl hans við það eitt yfirnáttúrlegt sem við þekkjum, tímann, þá hættir annað að vera hærra og lægra en hitt, stærra eða smærra.“ Þegar Garðar Hólm imprar á því, að viðræðumaður hans hafi ógeðs- lega þjónustu á hendi og að honum sé smán í því, þá svarar hinn: „Aðeins eitt starf er til ógeðslegt, og það er illa unnið starf. Heimurinn er einn og maðurinn er einn og þessvegna er verkið aðeins eitt. Það er til munur á vandvirkni en ekki verkum.“ Að öðru leyti heldur eftirlitsmaðurinn því fram, að „það eigi að hjálpa öllum að lifa einsog þeir vilja“, „að minsta- kosti að leyfa hvurjum og einum að lifa einsog hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá að lifa einsog þeir vilja“. Og að deyja eins og þeir vilja, mætti bæta við. Eftir- litsmaðurinn gefur ekki aðeins Garð- ari fúslega gullpeninga sína þessa nótt, en leyfir honum einnig umyrða- laust í sögulok að mega skreppa í klefa hans á hafnarbakkanum til að fremja sjálfsmorð. Alger sjálfsafneit- un er aðal hans. Það er því engin til- viljun, að Álfgrími koma í hug heil- agir menn við endurminninguna um nætursamtal þeirra Garðars: Einsog maðurinn sem uppgötvaði að það mundi hafa verið hádegis- varðan sem hann sá hér um árið, þannig var það ekki fyren mörgum árum síðar að ég, Álfgrímur, tók eft- ir því að þar hafði ég eina nótt í œsku orðið áheyrsla þess er vinur manna fullkominn mœlti orðum kirkjufeðra og heilagra manna, — en reyndar með gagnstœðum forteiknum við þá, því þeir töluðu af fullkomnum við- bjóði á sköpun mannsins: homo inter faeces et urinam conceptus est. Eftirlitsmaðurinn er þannig ekki kristinn maður. Hann er yfirleitt ger- samlega laus við allar guðfræðikenn- ingar, og viðurkennir ekkert yfirnátt- úrlegt nema tímann, „ofjarl als sem er“. Aftur á móti finnst mér slíkur 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.