Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 73
LIST OG KAPÍTALISMI finnst þjóðfélagsástandið óþolandi — eins og myrkraöfl séu þar að verki — en til að breyta því þarf byltingar- sinnaða ákvörðun. Og hverjum þeim, sem forðast hana, skelfist byltinguna, er ráðlegast að gera goðsögn úr öllu sem er, flytja raunveruleg fyrirbæri og átök aldarinnar yfir á svið hins ótímabundna og óraunverulega, koma því fyrir í einhverri eilífri, guðlegri og óumbreytanlegri „frumorsök“. Staðreyndir líðandi stundar eru fals- aðar og gerðar að almennri verund, veruleikanum yfirleitt, hið þjóðfé- lagsbundna er gert að skilorðslausu alheimsfyrirbæri. Slík dulgerving, sem elur á því að eymd þjóðfélagsins sé ekki annað en skugginn af alsherj- ar frumorsök, og skugginn verði ekki rekinn á flótta heldur beri að leita frumorsakarinnar, er í eðli sínu aftur- haldssöm. Afturhaldið er hafið til aðalstignar í dulrænni heimspeki, og það er í Lávarðadeildinni, en ekki í neðri deild, sem tignarmenn lista og bókmennta greina hver öðrum frá leiðöngrum sínum á vit hinnar „guð- legu frumorsakar“ og „frumupp- sprettunnar dularfullu“. Samt er þessi umhverfing hins þjóðfélagslega í draumkynjaða vofuveröld ekki ævin- lega sprottin af afturhaldssemi. Kvíð- vænlegar sýnir Kafkas samsvara nokkurn veginn félagslegum veru- leika, bera einkenni örvæntingar- snortinnar heimsádeilu. Það er þessi ótta- og einmanakennd, sem er sam- gróin hinum síðborgaralega heimi, þessi tilfinning um að vera á valdi ósýnilegra afla, hlutgervðra í per- sónulausum áhöldum, sem ber svo mjög á í bókum Kafkas og mörgum öðrum verkum. Kafka þekkti hið þjáða og þjakaða verkafólk en skildi hinsvegar ekki hinn vígreifa verka- lýð. Það var annmarki hans, af því leiðir sjálfhelduna. En samt eru verk hans ekki einber dulgerving veruleik- ans, öllu fremur er veruleikinn þar þaninn og ýktur óhugnanlega — og rit hans eru engan veginn sambærileg við þau einfeldningslegu og leiði- gjörnu dulýðgisskrif, sem menn eru nú að unga út um allar jarðir. Flóttinn frá þjóðfólaginu Með útþurrkun þjóðfélagsins úr listum og bókmenntum verður flótt- inn æ áleitnara yrkisefni: það er svik- izt undan merkjum þess þjóðfélags, sem mönnum finnst óbærilegt og leit- að á náðir einhvers ástands, sem á að vera hin „hreina“, hin „nakta ver- und“. Þegar Gertrude Stein endurtek- ur setninguna: „Rósin er rósin er rós- in er rósin er rósin . . .“ líkt og til- breytingarlausa töfraþulu er það ein- mitt þetta, sem verið er að sælast eft- ir: að hverfa burt frá öllum félagsleg- um veruleika, rjúfa allt samhengi og beina athyglinni að einum einstökum hlut, sem breytt hefur verið með töfr- um í „hlutinn í sjálfum sér“. Það er einkar greinilegt hvernig Heming- 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.