Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 73
LIST OG KAPÍTALISMI
finnst þjóðfélagsástandið óþolandi —
eins og myrkraöfl séu þar að verki —
en til að breyta því þarf byltingar-
sinnaða ákvörðun. Og hverjum þeim,
sem forðast hana, skelfist byltinguna,
er ráðlegast að gera goðsögn úr öllu
sem er, flytja raunveruleg fyrirbæri
og átök aldarinnar yfir á svið hins
ótímabundna og óraunverulega, koma
því fyrir í einhverri eilífri, guðlegri
og óumbreytanlegri „frumorsök“.
Staðreyndir líðandi stundar eru fals-
aðar og gerðar að almennri verund,
veruleikanum yfirleitt, hið þjóðfé-
lagsbundna er gert að skilorðslausu
alheimsfyrirbæri. Slík dulgerving,
sem elur á því að eymd þjóðfélagsins
sé ekki annað en skugginn af alsherj-
ar frumorsök, og skugginn verði ekki
rekinn á flótta heldur beri að leita
frumorsakarinnar, er í eðli sínu aftur-
haldssöm. Afturhaldið er hafið til
aðalstignar í dulrænni heimspeki, og
það er í Lávarðadeildinni, en ekki í
neðri deild, sem tignarmenn lista og
bókmennta greina hver öðrum frá
leiðöngrum sínum á vit hinnar „guð-
legu frumorsakar“ og „frumupp-
sprettunnar dularfullu“. Samt er þessi
umhverfing hins þjóðfélagslega í
draumkynjaða vofuveröld ekki ævin-
lega sprottin af afturhaldssemi. Kvíð-
vænlegar sýnir Kafkas samsvara
nokkurn veginn félagslegum veru-
leika, bera einkenni örvæntingar-
snortinnar heimsádeilu. Það er þessi
ótta- og einmanakennd, sem er sam-
gróin hinum síðborgaralega heimi,
þessi tilfinning um að vera á valdi
ósýnilegra afla, hlutgervðra í per-
sónulausum áhöldum, sem ber svo
mjög á í bókum Kafkas og mörgum
öðrum verkum. Kafka þekkti hið
þjáða og þjakaða verkafólk en skildi
hinsvegar ekki hinn vígreifa verka-
lýð. Það var annmarki hans, af því
leiðir sjálfhelduna. En samt eru verk
hans ekki einber dulgerving veruleik-
ans, öllu fremur er veruleikinn þar
þaninn og ýktur óhugnanlega — og
rit hans eru engan veginn sambærileg
við þau einfeldningslegu og leiði-
gjörnu dulýðgisskrif, sem menn eru
nú að unga út um allar jarðir.
Flóttinn frá þjóðfólaginu
Með útþurrkun þjóðfélagsins úr
listum og bókmenntum verður flótt-
inn æ áleitnara yrkisefni: það er svik-
izt undan merkjum þess þjóðfélags,
sem mönnum finnst óbærilegt og leit-
að á náðir einhvers ástands, sem á að
vera hin „hreina“, hin „nakta ver-
und“. Þegar Gertrude Stein endurtek-
ur setninguna: „Rósin er rósin er rós-
in er rósin er rósin . . .“ líkt og til-
breytingarlausa töfraþulu er það ein-
mitt þetta, sem verið er að sælast eft-
ir: að hverfa burt frá öllum félagsleg-
um veruleika, rjúfa allt samhengi og
beina athyglinni að einum einstökum
hlut, sem breytt hefur verið með töfr-
um í „hlutinn í sjálfum sér“. Það er
einkar greinilegt hvernig Heming-
165