Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 95
UMSAGNIR UM BÆKUR kláðinn gans upp á Ellið'avatni. Allt teljast þetta fremur ömnrlegir atburðir, og röð þeirra verður litlu ánægjulegri, þótt 450 ára afmælis dönsku einokunarverzlunarinn- ar sé bætt við. Illvættir fslands eru þó ekki cinráðar árin ’62, svo mikil er tölvísi þeirra ekki. Þann 25. apríl voru 200 ár liðin frá fæðingu Sveins Pálssonar, eins ágætasta vísindamanns, sem ísland hefur alið. Þann 27. desember verða 200 ár liðin frá burði Magnúsar Stephensens dómstjóra, háyfir- dómara, sem nefndist sjálfur aðeins kon- ferensráð, en var góður þó. Þyki mönnum slík afmæli þunnur þrettándi, þá er þess að geta, að nú eru liðin 100 ár, frá því að út komu í Leipzig í Þvzkalandi íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, sem Jón Árnason hafði safnað. Þetta var mikið rit, 42 arkir eða hátt á 7. hundrað blaðsíður, og tveimur árum síðar kom út annað bindi álíka stórt. Þetta var mesta rit íslenzkra fræða, um 1250 blaðsíður alls, sem nokkru sinni hafði verið gefið út. Það átti tilveru sína að miklu leyti að þakka heimsfrægum, þýzk- um réttarsögufræðingi, prófessor Konrad von Maurer. Þjóðsagnaútgáfan þýzka var allmikið af- rek á sínum tíma, og það liðu nær 100 ár, þangað til betri útgáfa birtist hér á landi. Það er því miður fremur sjaldgæft á fs- landi, að fræðirit séu gefin út á viðunandi hátt, en nú hefur slíkt menningarafrek ver- ið tinnið, og þess verður að geta sem gert er. Bókaútgáfan Þjóðsaga lank á síðasta ári við heildarútgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, og hún er svo myndarleg, að hún er eins og hún á að vera. Aðalsafn íslenzkra þjóðsagna og ævin- týra er venjulega kennt við Jón Árnason einan, en það er ekki að öllu leyti réttmætt. Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli syðra. hóf þjóðsagnasöfnun með Jóni árið 1845, og skiptu þeir félagar jafnvel með sér verk- um. Árið 1852 gáfu þeir út dálítið kver, fs- lenzk ævintýri, fyrsta íslenzka þjóðsagna- safnið. Það „átti fyrst í stað fáttm vinum að mæta á íslandi", segir Jón Árnason og gaf lítið fyrirheit um stórvirki. Frægð þjóð- sagnanna kom að utan, og stórvirkið tinnu þeir félagar með aðstoð og áhrifavaldi hins mikla vísindamanns Konrads von Matirers. Þýzkti bræðurnir Jakob og Vilhjálmur Grimm teljast upphafsmenn þjóðsagnasöfn- unar. Þeir söfnuðu þjóðsögum, auðvitað þýzkum, og gáfu út safnið „Kinder ttnd Hausmárchen" á árunum 1812—’15. Fyrir þeirra dag hafði Ámi gamli Magnússon m. a. fengizt lítilsháttar við þjóðsagnasöfnun, en hvorki hafði hann né þessar alþýðusög- ur hlotið frægð af fyrirtækinu enn sem komið var. Hin mikla útgáfa Grimms-ævin- týra markar tímamót í þjóðsagnafræðum og vakti áhuga manna á þeim víða um lönd. íslendingum var brátt skrifað til og þeir beðnir að skrá „sögusagnir meðal almúg- ans ttm fornmenn”. Það var árið 1817, en 1839 voru þeir spurðir um fomsögur er gangi í munnmælttm og fáheyrð fomkvæði. Loks árið 1846 bað norræna fornfræðafé- lagið í Kaupmannahöfn fslendinga ttm skýrslttr um alþýðleg fomfræði, fjölkttnn- nga menn, álfa, drattga, tröll. útilegumenn. kerlingasögttr, goð, jötna, huldufólk, nykra, landvættir o. fl., o. fl. Um þær mundir höfðu þeir Jón og Magnús hafizt handa um þjóðsagnasöfnun. fslendingar vikust lítt undir slíka ntála- leitan. Guðbrandtir Vigfússon segir, að sumir, sem boðsbréfin fengu, hafi svarað þann veg, að nóg væri þeim kunnugt um álfa-, trölla- og draugasögur, en allt væri það „markleysa, sem menn hefði sér til skemmtunar, en sem ekki tæki að skrifa upp og senda burt til útlanda. Fyrst ætti að ginna úr mönnum hjátrú og bábiljur og gjöra svo háð að öllu á eftir eða brenna það, eins og Ámi Magnússon hefði gjört á sinni tíð, eftir að hann hefði ruplað sögum 187
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.