Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 99
UMSAGNIR UM BÆKUR
því að gera myrkrahöfðingjann að rektor
æðstu menntastofnunar kirkjunnar. Sá sós-
íalrealismi er eingöngu íslenzkur, að því er
ég veit bezt.
í íslenzkum þjóðsögum er mjög leitazt
við að sanna sannleiksgildi þeirra. Þar eru
þekktir menn mjög kallaðir til vitnis um
hvaðeina, jafnvel stærðina á Jóni Loppu-
fóstra. Stundum er þó látið nægja, hvað
sumir sögðu. Sumir sögðu, að púkinn hefði
setið uppi á kirkjubitanum, en aðrir, að
hann hefði flegið kött neðan á honum. Það
eru að minnsta kosti margir til frásagna um
þennan sérkennilega kirkjugest.
Allt frá því að þjóðsagnaútgáfa hófst
snemma á 19. öld, hafa listamenn sótt í þær
ómældan efnivið í ljóð, leikrit, söngleiki,
listdansa og málverk og á síðustu áratugum
hafa þjóðsögur og ævintýri reynzt kvik-
myndamönnum ótæmandi námur. Ur ævin-
týrum hefur Walt Disney skapað mörg sí-
gild listaverk, sem heimsbyggðin dáir. Við
Islendingar eigum okkur gríðarmikinn
þjóðsagnaauð, og íslenzkir listamenn hafa
ávaxtað hann að nokkru, en munu gera það
betur síðar. Myndir Ásgríms Jónssonar,
Hvarf séra Odds eftir Einar Benediktsson
og Gullna hliðið eftir Davíð eru fyrirheit
um það, sem koma mun. Menn munu aldrei
skynja fegurðina til fulls eftir stærðfræði-
legum formúlum og mannlífið eftir hand-
bókum í heimspeki og sálarfræði. Raun-
sæisstefnur í listum koma og hverfa, en
rómantíkin blífur ásamt þjóðsögunni. Stað-
reyndir greina, að grjót sé í klettum, fóður
í grasi og H2O í vatni, en þessi fyrirbrigði
náttúrunnar búa einnig yfir fegurð og afli.
Þjóðsagan birtir heimsskoðun og náttúru-
viðhorf barnsins, mannsins, sem er óspillt-
ur af skilningslitlum lærdómi og hálf-
menntun. í henni birtist oft hinn tærasti
skáldskapur og hið dýpsta raunsæi.
AUt, sem vel er unnið, kallar á framhald.
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur leyst gott verk
af höndum, og nú verður að halda áfram á
sömu braut og gefa út önnur íslenzk þjóð-
sagnasöfn á svipaðan hátt. Eg vildi, að ein
hreyting yrði gerð á framhaldsútgáfu þjóð-
sagna hér á landi. Það getur verið réttlæt-
anlegt, að fylgja efnisskipan Jóns Árnason-
ar í þessari útgáfu, skipa sögunum í flokka
á sama hátt og hann gerði. Sú efnisskipan
er þó ekki svo fræðileg sem skyldi. Betra
væri að flokka sögurnar eftir minnum, þeim
efnisatriðum, sem einkenna þær.
Hafnarfirði, 3. maí 1962.
Björn Þorsteinsson.
Friðjón Stefánsson:
í ljósaskiptum
Stuttar sögur.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík 1961.
etta eru sögur andlegra átaka, með
vissum hætti baráttusögur, og þó ekki
í þeim skilningi að átökin eigi sér einkan-
lega stað í nútímanum, á meðan myndinni
er brugðið upp; þær skírskota nefnilega
flestar til einhvers sem gerzt hefur áður fyr,
stundum endur fyrir löngu.
í sjálfu sér er slíkt hvorki kostur né galli.
En það útheimtir e. t. v. þeim mun meiri
kunnáttu og smekk í meðferð málsins sem
erfiðara er að fara höndum um upprifjun
án þess stíllinn verði flatneskjulegur, jafn-
vel málfræðilega rangur. Við lestur sagna
eins og þeirra sem hér um ræðir verður
manni að spyrja sem svo: Hvaða tök kann
höf. t. d. á háttum og tíðum sagnorða?
Ifvernig beitir hann þessu í frásögn sinni
og stfl? Og undir svarinu er það að miklu
leyti komið hvort manni falla sögurnar í
geð.
191