Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 6
TIL FELAGSMANNA rpivENN verkföll í prentsmiðjum í haust höfðu óhjákvæmilega þau áhrif að útgáfa Máls og •*- menningar hljóp úr skorðum; hvorki tókst að koma út skáldsögu ársins fyrir áramót né heldur þeim tveim heftum Tímaritsins sem eftir voru. Fjórða hefti Tímaritsins var þegar orðið á eftir áætlun, en hefði komið út um miðjan nóvember ef prentsmiðjan hefði starfað eðlilega; og var þá ætlunin að koma út fimmta heftinu litlu eftir áramótin. Ur því sem komið er tökum við þann kost að Ijúka árganginum með þessu hefti, til þess að koma ekki því meiri óreglu á útgáfuna, og verður sá missir bættur upp á árinu 1964. Skáldsagan, Blómin í ánni eftir Editu Morris, er komin út á undan þessu hefti, og er varla að efa að sú bók muni njóta vinsælda á íslandi ekki síður en í þeim mörgu löndum þar sem hún hef- ur þegar komið á prent. Þriðja félagsbók ársins, Goya, sem prentuð er erlendis, komst ekki til landsins fyrir jól, en er á leiðinni þegar þetta er ritað. Fyrsta félagsbók ársins 1964 er nú þegar fullsett og er ætlunin að koma henni út í marz. Það er skáldsaga eftir suður-amerískan höfund (frá Guatemala), Miguel Angel Asturias, heitir hún á frummálinu El Senor Presidente og verður sennilega kölluð Forseti lýðveldisins í íslenzku útgáfunni. Hannes Sigfússon hefur þýtt bókina. Asturias er af mörgum álitinn fremsti spænskumælandi skáldsagnahöfundur í Ameríku, og hafa þó marg- ir ágætir höfundar sprottið upp með þeim þjóðum á þessari öld. Með þessum bókum er óhætt að segja að félagsmönnum Máls og menningar séu fengnar í hendur tvær frábærar nútímaskáldsögur, en kynningin á erlendum úrvalsbókmenntum hefur ævinlega verið sá þáttur í starfsemi Máls og menningar sem forráðamenn félagsins hafa lagt mikla áherzlu á. Og það er sízt vanþörf á að félagið haldi uppi því merki, eins og nú er líka ástatt um ís- lenzka bókaútgáfu. Útgáfa þýddra skáldsagna, sem til bókmennta geti talizt, er nú orðin álíka tíð á íslandi og á suðurheimskautinu; þó vel sé leitað er varla hægt að finna fleiri en tvær til þrjá sæmilegar erlendar skáldsögur gefnar út árlega á íslenzku að undanförnu, og er það mikil afturför frá því sem var fyrir 15—20 árum, þegar tala góðra þýddra skáld- sagna fyllti stundum tuginn, án þess nokkrum þætti til of mikils ætlazt af bókmennta- smekk þjóðarinnar. Ekki er búið að taka fullnaðarákvörðun um aðra félagsbók ársins þegar þetta er ritað, svo að það verður að bíða næsta heftis að skýra félagsmönnum frá henni. Utgáfuáætlun Heimskringlu fyrir árið 1964 er að sjálfsögðu ekki tilbúin enn. Þó má geta þess að smásagnasafn Guðbergs Bergssonar, Leikföng leiðans, sem strandaði líka á verkföllunum, er nú í prentun og kemur væntanlega út í marz eða apríl. Einnig er ákveðið að gefa út þriðja bindi af Shakespeare-þýðingum Helga Hálfdanarsonar, en tvö fyrri bindin komu út fyrir nokkrum árum. Sú bók kemur út í byrjun apríl, útgáfan helguð 400 ára afmæli Shakespeares, sem verður haldið hátíðlegt um allan heim. Máli og menn- ingu er hvorttveggja mikið ánægjuefni: að geta lagt sinn skerf af mörkum til heiðurs hinu mikla skáldi, og að njóta starfskrafta jafn snjalls Shakespeare-þýðanda og Helgi Hálf- danarson er. 276

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.