Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 12
t TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR auðsuppsprettur sem þessu fylgja.8 Mannfelli og annað tjón íslendinga á 18. öld rekur Bjarni til óáranar af völdum náttúruhamfara en alls ekki til vondrar stjórnar eða verzlunar- hátta. Hinir yngri menn kenna einmitt vondri stjórn Dana og verzlunar- ánauð um hungursneyðir fyrri tíma og fátækt og framtaksleysi samtímans í atvinnuháttum. Þeir vilja allir inn- lenda verzlun og telja hana fyrsta skilyrðið til að rétta við hag landsins, því að allan afrekstur af vinnu manna gleyptu erlendir aðilar gegnum verzl- unina. Hinir yngri menn standa allir að skrifum um bætta atvinnuvegi, fleiri atvinnugreinar. Þess er skylt að geta að ekki voru allir íslenzkir embættismenn sama sinnis og Bjarni amtmaður. Enn má geta eins atriðis sem lýsir vel þeim dofa sem ríkti meðal inn- lendra yfirvalda, og þeir áttu við að etja sem reyndu að vekja þjóðina og efla þrótt hennar til sj álfsbj argar. Þegar tíu helztu embættismenn þjóð- arinnar komu saman á fund í Reykja- vík 1839 til þess að fjalla um málefni landsins, sáu þeir engin ráð til að landið stæði sjálft straum af skóla- haldi sínu. Þetta þótti Jóni Sigurðs- syni furðulega vanmegna yfirvöld.9 En sannleikurinn var sá að embættis- 8 Ora Islands Folkemængde, 22. bls. 9 Ný félagsrit II, 160.—161. bls. menn landsins álitu okkur lifa á náð Dana, að Danir héldi lífi í okkur. Reiknimeistarar stjórnardeildanna dönsku sýndu ævinlega í ríkisreikn- ingunum útgjaldalið i sainbandi við ísland, að Danir sæju fyrir okkur eins og ómaga. Satt að segja var mönnum vorkunn er þeim þótti ískyggilegt að ísland stæði á eigin fótum, er risið á emb- ættismönnum landsins var ekki hærra en þetta. Þegar litið er til Danmerkurríkis á þessu tímabili ríkti þar einveldi og það er mála sannast að stjómarkerfi þess lá eins og mara á öllu þjóðlífinu, það stóð í vegi fyrir öllum framförum og var dragbítur á eðlilega þróun. Þó gekk enginn danskur maður fram fyr- ir skjöldu að andæfa einveldinu fyrstu þrjá áratugi aldarinnar (nema Jakob nokkur Dampe, lögfræðingur, sem danskir sagnfræðingar telja ver- ið hafa geðbilaðan). Er það mjög eft- irtektarvert í ljósi þess að nágranna- ríkin, Svíþjóð og Noregur, höfðu komið á hjá sér frjálslyndara stjóm- arfari, og Noregur bjó við frjálslynd- ustu stjórnarskrá í Evrópu frá árinu 1814. Hins vegar sættu Danir sig við þennan klafa fram á miðja öldina. Vegna hins óeðlilega stjórnarfars náðu framfarir í Danaveldi seinna fram að ganga en í nágrannalöndun- um og þó batnaði nokkuð með til- komu ráðgefandi fulltrúaþinga á ára- tugnum 1830—1840. Engin pólitísk 282

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.