Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR færibönd stóriðnaðarins, sem risið hafði upp eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. í kreppunni miklu eftir 1930, þegar- hinum gömlu fagfélögum iðnaðar- manna tók að hnigna, tók alþýðan, vonsvikin og skelfd, að mynda sér ný samtök. Stefna ríkisstjórnarinnar, sem kölluð var „New Deal“ var henni hvatning í þessu efni. Til þess að forða þjóðinni frá algeru hruni kom stjórnin á ýmsum umbótum og skap- aði þannig alþýðunni vettvang til að starfa á. í kjölfarið kom alda félags- legra umbóta og stofnun CIO (Sam- bands iðnverkamanna), sem þá var öflugasta félagsmálahreyfing, er nokkurn tíma hafði komið fram í Ameríku. Róttækir menn höfðu nú í fyrsta skipti tiltæk fjöldasamtök þar sem þeir gátu boðað kenningar sínar og hugsjónir, sem voru að meginefni til reistar á hugmyndum Evrópu- manna um skipulagsmál og kenningu Marx, Leníns og Trotskys um stétta- baráttuna. Þúsundir ungra mennta- manna, sem flestir voru synir og dæt- ur evrópskra innflytjenda, tóku að starfa innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Það auðveldaði þeim baráttuna, að amerískir verkamenn voru um þessar mundir enn „óbreyttir verka- menn“ og lítt færir til að flytja mál sitt sjálfir — landbúnaðarverkamenn og verkamenn í bilaverksmiðjum, vefnaðarverksmiðjum og gúmmíverk- smiðjum. Hvað hefur gerzt síðan ? Synir iðn- verkamanna og námumanna hafa gerzt kennarar, verkfræðingar, teikn- arar, vísindamenn og félagsfræðing- ar. I rauninni er svo komið, að jafn- vel róttækir verkamenn ætlast ekki lengur til þess að börn þeirra taki við af þeim við færibandið, í kolanám- unni eða fyrir aftan dráttarvélina. Meirihluti félagsbundinna verka- manna hér í landi eru nú vörubílstj ór- ar, járnbrautarverkamenn og aðrir sem starfa við flutninga. Annar stór hópur, að mestu ófélagsbundinn, eru kennarar. Þá f j ölgar mj ög tæknifræð- ingum og verkfræðingum, sem skipa viðlíka sess í iðnaðinum og pípulagn- ingamenn, smiðir og faglærðir verka- menn áður fyrr. Jafnvel í Suðurríkjunum á þessi breyting sér einnig stað, og ekki ein- ungis meðal hvítra manna, heldur einnig negra. Tugþúsundir þeldökkra æskumanna eru nú í æðri skólum, og það eru þeir, sem stjórna frelsisbar- áttunni í Suðurríkjunum. Þeir eru synir fyrrverandi hermanna, manna sem vinna í stáliðjuverum, námum og verksmiðjum, en eru staðráðnir í að láta börnin ekki feta í fótspor sín. Verkalýðsstéttin er nú orðin svo sundurleit og breytt fyrir áhrif þeirra breytinga, sem orðið hafa í fram- leiðslu, að nálega er ógerlegt að benda á tiltekinn hóp verkamanna og segja, að hann sé verkalýðsstéttin í hinni gömlu merkingu orðsins. Um 288

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.