Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
námumönnum og verkamönnum í
stáliðj uverum, gúmmíverksmiðj um,
málmbræðsluverum og við j árnbraut-
ir, hefur verið ýtt burt á sama hljóð-
láta hátt. Járnbrautarfélögin ganga
raunar hreinast til verks. Þau segjast
ekki ráða neina nýja kyndara, en
þeir sem enn eru starfandi geta hald-
ið áfram að aka með vögnunum eins
og blindingjar þangað til þeir eru
komnir á eftirlaunaaldur. í bílaverk-
smiðjunum er ein aðferðin til þess
að losna við verkamennina á hljóð-
látan hátt sú, að setja þá í hæfnis-
skoðun. Þeir eru sendir í læknisskoð-
un einu sinni á ári og líkams- og
vinnuþrek þeirra mælt. Hver sá
verkamaður, sem kominn er yfir sex-
tugt og ekki fullnægir lengur settum
kröfum um vinnuafköst, er látinn
hætta. Þeir sem eru undir sextugu,
eru einnig látnir fara, en fá atvinnu-
leysisbætur ákveðinn tíma og síðan
örorkubætur.
En hvað um þær milljónir atvinnu-
leysingja, sem aldrei eru kvaddir til
vinnu aftur og fengið hafa allar þær
bætur, sem þeir eiga kröfu til? Ríkis-
stjórnin getur, ef svo stendur á, lengt
bótatímabilið um nokkrar vikur, og
svo er það „velferðin“, sem flestir
hafna hjá að lokum. En kostar það
ekki ríkið, sveitarfélögin og framleið-
endur offjár að sjá fyrir öllu þessu
fólki? Nei, það er almenningur, sem
borgar þetta, með sköttum á þá sem
ennþá eru vinnandi. Það er meðal
þessara skattgreiðenda, sem óánægju-
og uppreisnarandinn magnast óð-
fluga.
Og hvað um æskufólkið, sem kem-
ur að lokuðum dyrum hjá iðnaðin-
um vegna þess að ekki eru lengur til
nein óbreytt störf handa því og af því
að það hefur ekki hlotið þjálfun fyr-
ir hin nýju tæknistörf? Herinn er til
þess að taka við þvi, hinn fjölmenni
her á friðartímum, sem ekki var til í
Bandaríkjunum fyrir stríð, frekar en
sjálfvirknin. Þessi her, stærsti her í
heimi á friðartímum, er hliðstæður
Civilian Conservation Corps, sem
stofnaður var á fjórða tug aldarinn-
ar. í þennan her er safnað hluta af
hinum atvinnulausa æskulýð, og öðru
hvoru eru starfandi æskumenn kvadd-
ir í hann til að rýma fyrir öðrum
æskumönnum á vinnumarkaðinum.
En þetta er ekki borgarlegt lið, eins
og Civilian Conservation Corps, og
það eru skattgreiðendur sem standa
undir honum, þeir sem enn eru vinn-
andi, og inngöngu fá ekki þeir sem
standa höllustum fæti — hinir ólæsu
og líkamlega vanheilu.
Ljóst er, að þessi vaxandi her at-
vinnuleysingja, sem ekki á sér aftur-
kvæmt á vinnumarkaðinn, er alvar-
legasta vandamálið, sem hið borgara-
lega þjóðfélag í Bandaríkjunum mun
þurfa að glíma við. En hið borgara-
lega þjóðfélag Bandaríkjanna er
voldugt, og það mun grípa til hverra
þeirra ráða, sem tiltæk eru til þess að
302