Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Og borgin var grá og þung eins og grjóturð: Þar sáust engar menjar um mjúkan dans loganna um limi hans og lungu né hina logandi kvöl Þar sáusl engar menjar 3. Nýtt umhverfi nýir sjóndeildarhringar nýtt tákngildi reikulla mynda Ekki lengur brotnar reglustikur á hornhvössum burstum húsa né skœrt brothljóð einfeldningslegra sólargeisla á hörkulegum rúðum né hið þráláta skordýrasuð í skellinöðrum bifreiðum og gljáandi bjöllum djúpt undir yfirborði vitundarinnar í vef gatna og strœta strengdum milli dagmála og nöturlegs kvölds einhversstaðar milli himins og heljar en mjúklega svignandi greinar sem rita hringa og teikn í staðfestulausan vindinn en þyrst vötn sem drekka svala birtu morgunsins eins og mjólk úr djúpum skálum kyrrðarinnar áður en bráðlátir fuglarnir hefja sig til flugs skella lungum í góm og syngja hátt undir bláum hvelfingum eins og skyttur í margslungnum vef vinda og sólargeisla þöndum milli andrár og eilífðar einhversstaðar milli himins og jarðar 314

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.