Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og gígurinn mikli opnaðist. Ég tættist í sundur og hluti af holdi mínu kom
niður á eyðimörkina, sem áður var frjósöm jörð og líkami minn, sem forð-
um var yndi unnusta míns, var nú örsmá, grá fruma.
Þá kom sólin upp. Geislar hennar skinu á mig og ég skynjaði hita þeirra.
Og því lengur sem sólin vermdi mig, því meir iðaði ég af lífi, þar til lífið
sjálft náði hámarki sínu og af holdi mínu kviknaði annað hold — ný fruma,
sem hóf sitt sjálfstæða líf. í auðmýkt skynjaði ég loks sigur minn og með
djúpri gleði og óendanlegri sorg horfði ég á þetta nýja líf, hold af mínu holdi,
hefja göngu sína á grárri, gróðurlausri jörðinni
ó, unnusti minn, trútt og tryggt var hið rauðhvíta blóm, sem feykti fræj-
um sínum í auðnina og frjóvgaði eyðimörkina. Auðmjúkt var hið rauð-
hvíta blóm, sem sigraði dauðann, ó, unnusti minn. —•
318