Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heteros = annar, ólíkur + kosmos = heimur). Mörg ef ekki flest hinna síðari ljóða Trakls eru sérheimar í þessum skilningi. Ljóð hans má þó ekki lesa sem sjálfhverfar játningar í metafórískum dularklæðum. Einn af færustu rýnendum hans (K. Simon í Traurn urul Orpheus, 1955) heldur einmitt fram hinu öfuga: að ljóð hans þróist í átt til gagnsærrar hugskyggni (transparente Vision), þar sem hlutir komi fram og tjái sig í sérstæðum meta- fórískum formum. þig 1 Á einmana stundum andans er fagurt að feta í sól fram með gulum veggjum sumarsins. Hljótt hljóma skref í grasi; þó sefur enn sonur Pans í marmaranum gráa. Á kvöldin á paldranum urðum við ölvaðir brúnu víni. Rauðleit Ijómar ferskjan í laufinu; mjúklát sónata, léttur hlátur. Fögur er friðsœld nœturinnar. Á dimmri sléttu hirði við hittum og hvítar stjörnur. Þegar hauslið fœrist að bregður á lundinn algáðum skírleik. Sefaðir reikum við út með rauðum veggjum og víðopin augun fylgjast með flugi fugla. Að kvöldi hnígur í náker hið hvíta vatn. 1 nöktum greinum fagnar himinninn rými. Hreinum höndum fer bóndinn um brauð og vín og vœrðarleg dafna aldin á sólríkum loftum. Ó hversu ströng eru andlitin látin og kœr. Samt gleður sálina réttsýnn áhorfsháttur. 11 Voldug er þögnin í garðinum eyddum i rót, þegar nýliðinn krýnir enni sitt brúnu laufi, með andardrœttinum teygar hann ískalt gull. Hendurnar hrrzra aldur bláleitra vatna og föllwíta vanga systranna á svölum nóttum. 320

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.