Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 51
HELÍAN Út með geðþekkum stofum er gangan samrœm og hljóð, þar sem einveran er og hvinur í mösurtrjám, þar sem ennþá má heyra einrœman söng í þresti. Fagur er maðurinn, auðsénn og einn í dimmunni, þegar hann jorviða hreyfir hendur og fœtur, og þögul augun hverfast í pellrauðum opum. Við aftansöng ókunnur ferst í svörtum nóvemberauðnum, undir fúnuðum. greinum, hjá veggjum sýktum af líkþrá, þar sem bróðirinn helgi fetaði fyrrum, sokkinn í lágvœran strengleik geggjunar sinnar. O hversu tómlega fulllœgir kvöldsins vind — höjuð, sem drúpir í olífutrésins skugga. 111 Yfirþyrmandi er hrun kynslóðarinnar. Á þessari stundu fyllast augu sjáandans gulli hans eigin stjarna. Undir kvöld þagna klukkur, sem aldrei framar hljóma, á torginu skorpna veggjaraðirnar svörtu, kallar til bœna hermaðurinn felldi. Bleikfölur engill: sonurinn snýr inn í tómleg híbýli feðranna. Systurnar hurfu inn í jjarskann til hvítra öldunga. Um nótt fann sofandinn þœr undir súlum anddyrisins, aftur snúnar frá dapurri pílagrímsgöngu. Ó hversu stífnað er hár þeirra ormum sem auri, þegar hann siljurfœturna jœrir þar til, úr rúðum herbergjum berast þeir dauðum skrefum. Ó þér sálmar í eldlegu miðnœturregni, er þfónarnir lustu netlum blíðunnar brár, barnslegir ávextir yllisins undrandi drúpa þar nœr hjá gröfinni auðu. Hljótt hverfast gulnaðir mánar yfir hitasóttarlin unglingsins, áður en hann fylgi þögli vetrar. tímarit máls oc mennincar 321 21

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.