Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
IV
Vegleg örlög þenkjandi á leiS niSur Kídron,
hvar sedrusviSurinn, skapnaSur rneyr,
út sig breiSir undir föSurins bláu brúnurn,
um nótt leiSir hirSir hjörS sína yfir engiS.
Ellegar óp í svefni,
þegar engill af eiri gengur til manns í lundi
og líkami dýrlingsins bráSnar á glóandi rist.
VínviSur purpuralitur um leirvcggi vefst,
syngjandi bindin af gullnu þroskuSu korni,
suSandi býflugur, trönur fljúgandi.
Mœtast á jjallstígum upprisnir undir kvóld.
1 svörtum vötnum spegla sig líkþráir menn;
ellegar leysa þeir af sér hin saurguSu klœSi
grátandi í vindinn, sem andar ilmandi af rósum.
Um mjógötur nœtur fálma grannvaxin fljóS
í óvissri leit sinni aS hinum elskandi hirSi.
Um helgar ómar í kofanum kyrrlátur söngur.
LátiS ennfremur söng ySar minnast drengsins,
geggjunar hans og hvítra brúna, brottfarar,
rotnaSs drengs, sem bláleit opnar sín augu.
Ó hversu döpur er þessi endursýn.
V
Stigar vitfirringarinnar i svörtum herbergjum,
skuggar öldunganna undir opnum dyrum,
þegar sál Helíans skoSar sig í rósrauSum spegli
og mjöll og líkþrá hníga af enninu jafnt.
Á veggjunum hefur slokknaS á stjörnunum
og hinum hvítu myndum Ijóssins.
Af ábreiSunni hefjast bein grafanna,
þögn feyskinna krossa þar á hœSinni jrammi,
reykelsisangan sœt í purpurans nœturvindi.
Ó þér augu brostin í svörtum mynnum,
er einmana barniS í Ijúfri nœturvoS
hugann leiSir aS myrkari endalyktum,
sveipar þaS bránum bláum hinn kyrri guS.
Baldur Ragnarsson þýddi.
322