Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar, lesandi ljóð af blöðum, varð ég reiður og sagði honum að hann hefði eng- an rétt til þess að angra föður sinn og móður og smána fjölskyldu sína með því að slæpast og yrkja Ijóð. Ég væri bezti vinur föður hans, en ég vildi ekki hafa að hann sæti við hlið dóttur minnar og læsi henni ljóð. Ég var harður í horn að taka og sagði að hann skyldi fyrst verða að manni, siðan gæti hann komið og talað við dóttur mína. Izzy móðgaðist og Margrét talaði til mín eins og hún hafði aldrei gert áður. Hún sagði að við værum í Ameríku en ekki í Rússlandi. Ég sagði þá við dóttur mína að fyrir kvenfólk væri þetta allt í lagi, hún gæti ef hún vildi lesið ljóð og gert það sem henni þóknaðist, ef það væri heiðarlegt, en fyrir ungan mann af kaupmannsætt væri það hrein eyðilegging. Izzy skyldi því ekki framar koma á mitt heimili. Ég hélt mig þekkja Margrétu mína svo vel að hún gerði ekki neitt á móti vilja föður síns og því mundi allt fara vel. En við erum í Ameríku þar sem kvenfólkið er óháð jafnvel foreldrum sínum sem sjá fyrir því. En þetta fór nú allt betur en á horfðist, eins og þér munuð brátt heyra, jafnvel þó það yrði næstum bani minn og sé ástæðan til þess að ég lagði í þessa ferð til gamla landsins. En þér hefðuð átt að sjá Kantrowitz þá. Hann þjáðist meira af áhyggjum á einni viku en faðir hans hafði gert á allri ævi sinni, og þó var faðir hans stjórnmálamaður sem lét sig öll vandamál heimsins skipta. Kantrowitz hafði ineiri áhyggjur af piltinum en verzluninni. Hann sat oft hjá mér í skrifstof- unni og grét eins og barn. Sonur hans var ónytjungur. Hann fór versnandi ár frá ári. Hann var orðinn tuttugu og eins árs og hugsaði ekki um neitt og var aldrei ánægður nema þegar eitthvert kvæða hans birtist í einhverju tímariti. Margrét var vön að lesa það fyrir mig þegar það birtist, og þegar hún las það virtist mér það vera eins og það ætti að vera, en það var alltaf um blóm og lækjarnið og þessháttar. Svo ég segi við hana einn daginn: Heyrðu, segi ég, sýndu mér hvað hann hefur ort á þessum fimm árum, það er áreiðanlega ekki meira en kemst fyrir á tveimur blaðsíðum í tímariti. Er það nokkurt verk, unnið af fullorðnum manni, á fimm árum? Enginn hefur neitt við það að athuga þó menn yrki ljóð ... en eftir vinnutíma, í tómstund- um sínum. Enginn gæti ort ljóð í átta tíma á dag, og jafnvel sósíalistar segja að menn eigi að vinna átta tíma á dag. En hún andvarpaði og sagði við mig: Þú skilur ekki neitt. Og eftir það hætti hún að lesa fyrir mig Ijóð Izzys. Og ég hætti að minnast á hann. Og Kantrowitz var ekki með sjálfum sér útaf því að slík óhamingja skyldi dynja yfir hans heimili, að sonur hans fengist ekki til að vinna ærlegt verk. Og mig 326
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.