Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 63
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM fimmmenningana alkunnu, sem höfðu að leiðarorði „Burt með ítalska líru- kassamúsík við bjálfalega texta“, Modest Petrovitsj Mussorgskí, Milij Alexejvitsj Balakirej, César Cui, Al- exander Porjirjevitsj Borodin og Nikolai Andrejevilsj Rimski-Korsa- kof; þessir novatorar eins og þeir kölluðu sig (nýstefnumenn) ruddu burt fordómum og börðust ótrauðir fyrir nýjum, ómenguðum rússneskum tón. Þeirra kunnáttusamastur var Rimski-Korsakof, fyrsti fagmenntaði tónlistarmaður Rússa. En fyrsta heimsnafn Rússa í músík er svo Peter Iljilsj Tsjaikovskí, sem í magnaðri ástríðu sigrast á öllum formum og hlýtur frægð í öllum álfum heims. Aðrir standa í skugga hans, t. d. Ser- gej Vassilivitsj Rakhmaninoj, með angurværan undirtón, sömuleiðis Al- exander Nikolajvitsj Skrjabin með Dorian Gray eftir Wilde fyrir stafni í hljómskriðum feiknlegra átaka í Poéme d’extase; hér slást í hópinn minni spámenn á alþjóðamælikvarða (samt stórar stjörnur í heimalandi sínu) eins og Anton Grigorjevitsj Rubinstein (f. 1829), menntaður hermistílisti og eklektiker, afkasta- mikill en ófrumlegur sem tónskáld, hreinasta hamhleypa á nótnaborði píanós, Anton Stepanovitsj Arenski, með óperu sinni Draumur við Volgu, Nikolai Tsjerepnin, impressíónisti, Nikolai Medtner, smekkvís meistari og Reinhold Morizovitsj Gliére, sem nú er í Sovétríkjunum talinn bezt tónskáld eldri kynslóðar; ballett hans „Rauða draumsóleyin“ var af sovét- stjórninni viðurkenndur framförull og byltingarsinnaður skömmu eftir októberbyltinguna. Alexander Kon- stantínovitsj Glasunof (f. 1865) var kallaður rússneskur Brahms, honum tókst með hófsemi og sjálfsaga að losa sig undan tilfinningafuna Tsjai- kovskís og afkasta óvenju miklu. Jasja Heifetz spilaði fiðlukonsert hans í öllum stærstu hljómleikasölum heims. Glasunof var kennari Sjosta- kovitsj og sá í honum rússneskan Mozart; þótt þröngt væri í búi á bylt- ingarárunum gaf hann honum oft að borða og svalt heldur sjálfur en að láta nemanda sinn líða skort. Annar rússneskur Brahms var eftirlætisnem- andi Tsjaikovskís Sergei Ivanovitsj Tanéjef (f. 1856), kantötur hans eru enn vinsælar hjá músíkuppeldisfræð- ingum og mikið notaðar við kór- kennslu. Eina þeirra heyrði ég í merk- um músíkskóla í Moskvu. Heimsfrægt er lag hans „Næturgalinn“. Leiðin styttist nú og nútíminn tek- ur við. Igor Stravinski er fæddur á sumar-þjóðhátíðisdegi íslendinga 1882. Hann lærði hjá Rimski-Korsa- kof og gerir sér far um að draga allar tilfinningar eins og með naglbít út úr verkum sínum, rýtmi er aðalatriði en einnig melódía. — Sergei Sergej- vitsj Prokojjef öðlaðist heimsfrægð með óperu sinni „Ast á þremur app- 333

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.