Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Side 65
MÚSÍK í SOVÉTRÍKJUNUM Sj ostakovitsj en að bæði Bach og Beethoven.“ Sj ostakovitsj er því kjörinn til að innsigla heimsnafn rússneskrar tónlistar næstur á eftir Tsjaikovskí, og það mun hann gera eftirminnilega, því hann átti aðeins 57 ára afmæli síðastliðinn 25. sept. - Jafnaldri Sjostakovitsj er Aram Kat- sjatúrían, hreinræktaður, blóðheitur músíkant frá Kákasus, sem margir þekkja af komu hans til íslands, handhafi Stalín-verðlauna; sem sér- legt innlegg skrifaði hann 1947 há- tíðaforleik fyrir hljómsveit og 30 trompeta á 30 ára afmæli byltingar- innar; heimskunnur er ballett hans „Gajaneh“ (1942) með sverðdansin- um og píanó-tokkata, sömuleiðis píanókonsertinn 1936. Annar jafn- aldri hans er Dimitri Kabalevskí (f. 1904), sem samdi óperu við sögu eft- ir Romain Rolland, „Meistarinn frá Clamessy“. 2. symfónía hans hlaut fádæma góðar viðtökur í Boston í Bandaríkj unum undir stjórn Sergei Koussevitzkís. lvan Dsersjinskí er kunnastur sem óperuhöfundur fyrir verk sín um skáldsögu Sjolokofs, Lygn streymir Don, um samyrkjubú (Nýplægð jörð), um síðustu heims- styrjöld (Blóð þjóðarinnar) og um dramatíska árekstra í rússnesku borg- arastyrj öldinni eftir að byltingin brauzt út (Dagar í Volokhajevka). Frá Síberíu kemur Visserion Sjebalin (f. í Omsk 1902); í 3. symfóníu sinni lýsir hann ævi Lenins, og í kantötu sinni „Moskva“, á 700 ára afmæli borgarinnar, notar hann risavaxna hljómsveit og 500 manna kór, sem minnir á tónskáldin Berlioz og Mah- ler. Georgía hefur lagt mikið af mörk- um í tónheimi Sovétríkjanna, alþýðu- músík dafnar þar forkunnar vel. Höfðum við félagar tækifæri til að kynnast henni í konservatóríinu í Tiflis, heyra jóðlsöng Kákasusfjalla sem á grúsísku heitir krimantsjuli, er það 5-radda tónbálkur karlaradda, og falsetterar efsta röddin, kölluð krini, gerður af mikilli leikni og fjöl- breytni; vinnusöngur er einradda með tíðri tónendurtekningu en vin- sæll sólarsöngur Georgíubúa er flutt- ur af tveim sólóröddum; þjóðdans þeirra í 3-skiptum takti heitir gogini; eins sáum við ýmis alþýðuhljóðfæri, starsýnast varð okkur á flautuna, sem heitir salamuri, þrísett strengja- hljóðfæri tsjonguri með innlagðri skelplötu, og sérkennilegt blásturs- hljóðfæri, stviri. Eitt kunnasta tón- skáld frá Tiflis er Leo Knipper, sem rannsakað hefur þjóðlög Kákasushér- aða og skrifað stórar kórsymfóníur, þar sem áheyrendur eiga að syngja með; þannig gerir hann að veruleika hugmynd Skrjabins um helgisöngva fjöldans. — Allt vitnar þetta um mikla grósku. Athyglisverðar eru því tölur um afköst sovétskra skapandi tónlistar- manna. Tökum t. d. erfiða tíma síð- 335

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.