Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 74
SIMON GRABOWSKI Verdi, Shakespeare og „Macbeth44 Simon Grabowski er 26 ára gamall Dani sem dvaldist nokkurn tíma á ís- landi í sumar. Iíann er tónlistarmaður og fjallgöngumaður og hefur birt greinar um þau áhugamál sín í skandinavískum og írskum ritum. Eftirfar- andi grein er rituð í tilefni af nýliðnu 150 ára afmæli Verdis. Höfundurinn hefur heitið Tímaritinu fleiri ritgerðum um tónlist. T texta, sem fylgdi einni fyrstu „long piaying“-upptökunni á Othello Verdis, gat að lesa þetta: „Að vísu höfðu þegar verið samdar all- margar óperur á Ítalíu við leikrit Shake- speares: „Othelló" eftir Rossini, „Rómeó og Júlía" eftir Bellini og „Macbeth" eftir hinn unga Verdi, — en enginn þeirra hafði risið til fulls undir þeim vanda, sem snilld Shake- speares lagði þeim á herðar." Ég veit ekki hver er höfundur hinna til- færðu orða, — en þann Macbeth, sem hann afgreiðir með þeim, hefur hann að minnsta kosti aldrei heyrt. í þess stað hefur hann dregið ályktun af lítilli útbreiðslu þessar- ar óperu og farið eftir úreltum heimildum, sem bentu í sömu átt. Það ætti að vera öllu óhætt að standa þannig að verki, — því ef ópera frá miðri síðastliðinni öld er fáum kunn og ekki flutt lengur, þá er orsökin væntanlega sú, að ekki sé feitt á stykkinu! Macbeth var frumfluttur 14. marz 1847 í Flórens. Fimm árum áður hafði Verdi unnið frægðarsigur sinn með óperunni „Nebúkadnezar", og á fjórum næstu árum hafði hann gert sér lítið fyrir og samið sex óperur. Pantanir tóku að streyma að hon- um með vaxandi frægð og Verdi afgreiddi þær jafnóðum; en vorið 1846 hætti hann skyndilega. Þær leiðir, sem hann hafði fet- að hingað til, fullnægðu honum ekki til lengdar. Fyrr eða síðar hlaut hann að skoða hug sinn um það, hvert hann stefndi, og nú leit út fyrir að sá tími væri kominn. Að sjálfsögðu var meira spunnið f tón- list Verdis en aðra óperumúsík þessa tíma, en hefðbundnir og sítuggnir hlutir, sem þar komu fyrir, hlutu að vera honum augljósir, — og jafnframt var hann sér þess meðvit- andi, að sigrar hans byggðust aðeins að litlu leyti á verðleikum listar hans. í efnis- meðferð sinni hafði hann fært sér í nyt með öruggu handbragði þjóðernistilfinn- inguna í hinum undirokuðu ríkjum á Ítalíu, og verið gagnrýndur fyrir það í blöðunum og í hóp áhugamanna, og sú gagnrýni orð- ið æ háværari. Meðal þeirra pantana, sem söfnuðust fyr- ir hjá Verdi vorið 1846, var aðeins ein, sem hann hafði persónulegan áhuga á: beiðni um að semja óperu fyrir Pergola-leikhúsið í Flórens. Hann bar mikla virðingu fyrir hinum menntuðu leikhúsgestum í þeirri borg, og um þessar mundir höfðu forystu- menn í þeirra hópi einmitt látið í Ijós áhuga fyrir list hans, sem honum þótti mik- ils um vert. Það var því mjög eðlilegt, að tilboðið frá Flórens yrði fyrir valinu, er hann ákvað að reyna nú í fyrsta sinn að semja óperu með listgildi eitt í huga. í sam- ræmi við þetta gerði hann sér nú einnig í fyrsta skipti far um að finna sér verðugt efni til að gera óperutextann af. Hann valdi loks um „Ræningja" Schillers, drauga- 344

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.