Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Page 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íkdrama beint við Wagner. Það er víst vegna þess, að hann er sá höfundur, sem tíðræddast hefur orðið um það og öðrum fremur reynt að grundvalla verk sín á lög- málum þess. Nokkrar af þeim frumreglum eru mótaðar af honum einum, en aðrar eru að sjálfsögðu almennar og láta til sín taka f dramatískum verkum allra tónskálda. Mikilsverðast af þessum almennu grund- vallarlögmálum er það, sem kalln mætti „kröfuna um að músíkin samsvari efninu". í vorum eyrum hfjómar þetta ekki aðeins sem sjálfsagður hlutur, heldur óhjákvæmi- legur, — en þar gegndi allt öðru máli um Verdi. Það þarf ekki annað en setja scr fyr- ir sjónir tragísk atriði í ítölskum óperum fyrri tíma, þar sem persónurnar kvaka sig og traila sig í gegnum sorg og ógæfu, brjál- æði og dauða! Sálarlífslýsingar lágu mönn- um í léttu rúmi; hitt skipti máli, að hin einstöku atriði gæfu söngvurunum tækifæri til að sýna glæsileik og fimi raddar sinnar. í æskuóperum Verdis hafði ljóslega vottað fyrir tilraunum í aðra átt, — en hingað til hafði hann ekki vikið í grundvallaratriðnm út af troðnum slóðum. Nú varð honum hins vegar ákveðið metnaðarmál að gera það, skapa tónlist, sem túlkaði sálfræðilegan veruleika, og þessi áleitna hugmynd fékk nú form í Macbeth í fyrsta sinni. Krafa hans um ýtrustu fullkomnun í flutningi og samstillingu allra þátta sviðs og listar til áhrifa á hlustandann, var einnig eðlileg víkkun á samræmislögmálinu og jafn al- menns eðlis og það, cnda þótt hún væri byltingarkennd miðað við ítalskar leikhús- venjur. --------Sumarið 1864 tók forstjóri leik- hússins Théátre Lyrique í París sér ferð á hendur og heimsótti Verdi á búgarð hans, til að biðja hann um að semja óperu fyrir leikhús sitt. Það var sem sé erfitt að fá Verdi til að sinna pöntunum frá París, því að hann fyrirleit tilgerðarlegar venjur Par- ísaróperunnar, og að því er snerti flutning á hans eigin verkum, þá vöktu þær honum andstyggð. Niðurstaðan af þessari píla- grfmsferð varð sú, að Verdi skyldi endur- skoða Macbeth fyrir flutning á Théátre Lyrique, — að vísu hafði Escudier aðéins látið í ljós hina venjulegu ósk um það, að dansþáttum væri aukið í verkið, (en án þess var beinlínis óhugsandi að flytja óperu í París) — en Verdi var reyndar orðinn óánægður með margt í þessu uppáhalds- verki sínu og sá fram á nauðsyn þess að endurskoða það gagngert. Mörg ýtarleg bréf, sem enn eru hin læsilegustu, fluttu Escudicr ráðleggingar hans og leiðbeining- ar, — og 21. apríl 1865 hljóp óperan loks- ins af stokkunum. Macbeth fékk kuldalegar móttökur í Par- ís; nægum tónlistarþroska var þar ekki fyr- ir að fara til þess, að verkið gæti hrifið áheyrendur, þó öfgar og undur á sviðinu hefðu átt að bæta meltinguna , — já, einu dagblaðinu fannst, að efnið væri óhæft til að semja tónlist við, — og það hefði mátt til sanns vegar færa, ef bætt hefði verið við: af því tagi, sem Parísarbúar gátu skil- ið. Annað dagblað gekk svo langt að full- yrða, að Verdi hefði ekki þekkt Shake- speare, þegar hann skrifaði Macbeth. Við þá fullyrðingu gerir Verdi þessa athuga- semd í bréfi til Escudiers viku eftir frum- sýninguna: „Þarna vaða þeir reyk. Látum vera, að ég hafi ekki gert Macbeth góð skil, en að ég þekki ekki, skilji ekki og hafi ekki til- finningu fyrir Shakespeare — nei, í Herr- ans nafni, nei! Hann er einn af nrinum kærustu höfundum allt frá barnæsku, og ég hef haldið áfram að lesa hann aftur og aft- ur fram á þennan dag.“ Það er eðlilegt, að ganga út frá þessari athugasemd Verdis, þegar fjallað er um efn- ið Verdi-Shakespeare, efni sem ýmsir höf- undar hafa tekið til meðferðar á liðnum tíma. Þegar svipazt er um baksviðið, er ekkert 346

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.