Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 85
UMSAGNIR UM BÆKUR að hleypa heimdraganum. Ekki minnkar bræðrarígurinn við það. Svo magnaður er hann að Snorri yfirgefur af þeim sökum eftirsóknarverðasta kvenkost sem íslenzk- ar bækur kunna frá að greina síðan Bera hvarf Ljósvfkingnum. Fuðfloginn nemur ekki staðar fyrr en í Reykjavík, þar sem hann hyggst hefna þess í þjóðmálum sem hallaðist í átthögum þeirra bræðra. Eitt mesta afrek Stefáns Jónssonar í Veg- inum að brúnni er hversu eðlilega þjóðlífs- hræringar kristallast í persónum hans. Fólkið sem hann leiðir fram er bæði sál- fræðilega og félagslega satt. Yfirborðsmað- urinn Kormákur gleypir í sig úr aldarand- anum kommúnistisk vígorð, sem hann eys ómeltum yfir umhverfi sitt, þangað til hann er orðinn forstjóri á kreppuárunum og leit- ast við að sjá hagsmunum fyrirtækja sinna borgið með því að fara í framboð fyrir Breiðfylkingu Islendinga gegn bolsévism- anum. Aftur á móti hefur alvörumaðurinn Snorri það mark helzt fyrir stafni þegar hann heldur til höfuðstaðarins að gerast blaðamaður og boða þær hugsjónir kristi- legrar málamiðlunar og miðflokksstefnu sem hann hefur drukkið í sig hjá sóknar- prestinum. I sögulok, eftir reynslu af blaða- mennsku og viðkynningu við fólk með allar mögulegar stjórnmálaskoðanir og engar, er hann orðinn verkalýðssinni. Það eru ekki fræðileg rök sem valda sinnaskiptum hans heldur veruleiki kreppuáranna, atvinnuleys- ingjahópurinn við höfnina, bardagar komm- únista og nazista í kolabyngjum. Oðru nær en að Vegurinn að brúnni sé helber upprifjun í skáldsöguformi á af- drifaríku en liðnu tímabili. Sagan er miklu víðfeðmari en svo og stærri í sniðum. Per- sónumar eru ekki vélrænar leikbrúður heldur sköpunarverk listamanns sem er haf- inn yfir ómerkileg loddarabrögð reyfara- höfundar jafnt og flatneskju annálaritar- ans. Ástarreynslu söguhetjunnar, allt frá daðri sem er ekki annað en dægrastytting til gagntakandi ástríðu, nautninni sem það veitir að ná tökum á starfi og finna það leika í höndum sér, tilviljunarkenndum kynnum við fjölda fólks í starfi og tóm- stundum, öllu þessu eru gerð þau skil sem þarf til þess að sagan nær tökum á lesand- anum, hrífur hann með sér og umlykur liann heimi sínum. Áður var að því vikið að bygging sögunn- ar yrði lausari í reipum þegar á hana líður en í fyrsta kaflanum. Að nokkru stafar þetta af því að sögusviðið breiðir úr sér, þegar kemur úr sveit í borg með f jölþætt- ari kynnum og margbrotnara mannlífi, en við því hefði mátt sjá með því að hnitmiða atburðarásina rækilegar en höfundur gerir. Að mínu viti spillir þó þessi agnúi ekki sögunni að ráði. Hver persónan annarri eft- irminnilegri og betur mótuð kemur fram á sögusviðið. Völvan og móðursjúki sveirn- huginn Halldóra, væskilslega hetjan Jónas maður hennar, stássstofukommúnistinn Bogga, stóratvinnurekandinn Magnús, sem leggur fé í sjóði andstæðra flokka til að tryggja sinn hag hvemig sem kosningagæf- an snýst. Og ekki má gleyma tilvonandi tengdaforeldrum Snorra, flokksforingjan- um og ritstjóranum sem þrátt fyrir öll hrossakaup og eiginhagsmunapot finnur að stjórnmál eru alvara, þar sem hins vegar kona hans veit ekki betur en þau séu sami loddaraskapurinn og andalækningarnar sem hún leggur fyrir sig þegar máttarstólp- arnir bak við tjöldin ákveða að milliflokk- urinn þeirra hafi ekki lengur neinu hlut- verki að gegna. í Veginum að brúnni hefur Stefán Jóns- son varpað ljósi skærs skáldskapar á ís- lenzkt samfélag dagsins í gær, svo að við skiljum það og þar með samtíð okkar sem af því er sprottin dýpri skilningi en áður. Um skeið hefur verið kyrkingur í íslenzku skáldsögunni. Vonandi boðar þessi vaxtar- sproti nýtt gróðrartímabil. M. T. Ó. 355
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.