Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Síða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jóhannes úr Kötlum: ÓlióS Heimskringla, Reykjavík 1962. rátt fyrir avantgardistískan titil og ó- hefðbundið form hinnar nýju ljóða- bókar Jóhannesar úr Kötlum (þegar þessi síðbúna ritfregn er skrifuð er hún reyndar varla lengur ný), er það eins og oftast áður boðskapurinn og ekki „hin sjálfumnæga verund ljóðsins“ sem er aðal skáldskapar hans. Óljóð fjalla um áríðandi efni: erfið- leika manna og skálda og hugsjóna á okk- ar dögum; þau eru almenn hugvekja og ádeila á íslenzka þjóðfélagsþróun, en mik- ill hluti bókarinnar er þó einkum tjáning á hugarstríði skáldsins, sárum vonbrigðum hugsjóna- og bjartsýnismanns sem oft ligg- ur við að örvænta um framtíð þjóðar sinn- ar og jafnvel mannkynsins alls. „Vondir tímar fyrir Iyrík“ heitir eitt kvæði Brechts frá útlegðarárunum, og má segja að þetta sé formerki OljóSa. Formáls- kvæðið er spurning um hvers konar skáld- skapur fái fullnægt þörfum tímans: hver var aS tala um náttúrufegurS hver var aS tala um líjgrös dalanna víðerni kjalar hátign goSalands hver var að tala um listaverk hver var að tala um heimsljósið reginsundið helreiðina vitið þér ekki mínir elskanlegu að það er setið á svikráðum við þetta alll Ilvert er þá hlutverk skálda nú? ég mótmœli því að jörðin sé gerð að leikhnetti ábyrgðarlausra svefngengla ég krefst þess að vökumenn slái trumbur Brecht talar um það í sínu kvæði að sér myndi finnast jaðra við léttúð að yrkja 356 rímað, og það er eflaust ekki sízt til að komast hjá áhrifum hins slétta og fellda sem Jóhannes hefur nú lagt niður „rósfjötra rímsins". Onnur helztu formeinkenni Oljóða eru frjáls hrynjandi og mikil notk- un myndmáls (imagery). Þetta er vandmeð- farin stílkúnst og þótt Jóhannesi farist hún reyndar oft mjög vel úr hendi (Ó undrun mín neisti úr fölskvaðri glóð fornra hlóða afsprengi mókögguls : þetta snjalla kvæði (Þjóðvísa I) lýsir því hvemig sveitin sem lifað hefur við sögn og þjóðsögu vaknar upp við það að hún lifir á atómöld), er myndvísi hans samt allskeik- ul. Stundum eru myndirnar ekki nógu kon- kret, of fjarri áþreifanlegum veruleika: hvað gerist ef snjóhvítur andi mannsins snertir blóðrauða ást gyðjunnar Dægurlag V; stundum verður útkoman óviljandi skop- stæling: mér er stormur í nös regn á hvarmi og honum hættir við að ofgera. Nýstárlegasti kafli Oljóða eru Þjóðvís- urnar. (Skemmtileg tilraun til að skapa þjóðlegan íslenzkan sveitasúrrealisma!). Hér er hugblærinn þjóðsaga, galdraþula, vikivaki. Aðferðin myndasaga en ekki rök- ræða. Þjóðvísa II er fútúrísk sýn af hnatta- stríði og þjóðfélagi spilamennskunnar, ort undir sterkum áhrifum frá Æra Tobba. Upphafið er svona: þambarinn lyftir tinkálki vambarinn dregur ýsur í loftinu geisar hnattastrið segi ég ég segi sóló
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.