Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1963, Qupperneq 89
UMSAGNIR UM BÆKUR Svo kveður mann hver þá mornar mœddur í raunum sínum orti Fiðlu-Bjöm. Sá grunntónn sársauka sem hljómar í Oljóðum er meira en skiljan- legur. Jóhannes er að eðli heitur hugsjóna- maður sem helgaði sig af lífi og sál barátt- unni fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma. Nú sætt- ir mikill hluti Islendinga sig við að vera seld þjóð í seldu landi. Framkvæmd sósíal- ismans hefur ekki gengið slysalaust. Og tæknin ... En þótt myrkt sé fyrir augum um sinn fer því fjarri að Oljóð afturkalli þá kröfu sem formálskvæðið gerir til skálda. Jóhannes hvorki hiður um né boðar sálar- ró. Þorsteinn Þorsteinsson. Einar Ól. Sveinsson: íslenzkar bókmenntir í forn- öld L Almenna bókafélagið, 1962. Fræðistörf Einars Olafs Sveinssonar undanfarna þrjá og hálfan áratug hafa hæði verið mikil að vöxtum og eftirminni- leg að gæðum og nýjum hugmyndum. Allt frá því, að ritgerð hans Um Njálu birtist árið 1933 og fram á þenna dag, hefur hann sett mikinn svip á íslenzk fræði, en nokkr- um árum fyrr kom út ritgerð hans um minni í íslenzkum ævintýrum. Rannsóknir hans á Njálu myndu einar sér tryggja honum ævar- andi stað í sögu íslenzkra fræða, en auk þeirra hefur hann, eins og alkunnugt er, lagt margt af mörkum um aðrar fomsögur og einnig um íslenzka þjóðfræði, sögu og ýmiss konar hókmenntir. EOS er ekki ein- ungis fræðimaður, sem allir norrænufræð- ingar verða að kynnast, heldur er hann einnig viðurkenndur rithöfundur, og verk hans eru fyrir löngu orðin lífvænlegur hluti í hugmyndaheimi íslenzku þjóðarinnar. EÓS hefur lagt merkilegan skerf til ís- lenzkra nútímabókmennta með ritgerðum sínum og gagnrýni. Það má teljast í alla staði vel til fundið, að Almenna bókafélagið fengi slíkan mann til að rita samfellt verk um íslenzkar bók- menntir að fomu. Hér er í mikið ráðizt, og mikill vandi á höndum um meðferð efnis og þá skuld, sem stórt bókafyrirtæki þarf að gjalda viðskiptavinum sínum og lesend- um. Vandfundinn yrði sá maður, sem betur væri fallinn til að takast slíkt á hendur en EOS er, því að hann er víðlesinn, hug- kvæmur og prýðilega ritfær. Orðugt er að gera sér fulla grein fyrir gildi þessa rits, unz því er að fullu lokið, en fyrsta hindið af íslenzkum bókmenntum í fornöld gefur hin beztu fyrirheit, eins og vænta mátti. f bindi þessu eru fyrst glöggir kaflar um víkingaöldina, upphaf íslenzka þjóðfélagsins og rúnir, og síðan eru þættir um germanskan kveðskap, norrænar kvæða- tegundir og félagsleg viðhorf þeirra, brag- fræði, stíl og náttúrulýsingar. Með þessu lýkur inngangsfræði fomíslenzks kveðskap- ar, og við tekur meginefni þessa bindis: Eddukvæðin. Þar er í sérstökum köflum fjallað um handrit Eddukvæða, forrn, aldur og heimkynni, og síðan kaflar um einstök kvæði og umhverfi þeirra: eldri goða- kvæði, trúarharátta, ungleg goðakvæði, ein- kenni hetjukvæða, eldri hetjukvæði, ung- legri hetjukvæði. Yfirlit þetta um efni rits- ins fræðir oss dálítið um afstöðu EÓSS til þessara fornu kvæða. Ilonum er ekki ein- ungis sýnt um fornar rætur og upphöf, held- ur gerir hann sér einnig far um að ræða þau í sambandi við andlega og félagslega þró- un. Kvæðin eru með öðrum orðum skoðuð í ljósi sagnfræðilegs skilnings, og víða ger- ir höfundur ágætar athugasemdir um gildi þessara kvæða fyrir túlkun vora á hug- myndaheimi fomaldar, um leið og hann beitir sagnfræðilegum rökum til að skýra aðal kvæðanna sjálfra. Styrkur bókarinnar er ekki sízt fólginn í 359
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.