Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar unin sé að knýja Víetnam-þjóðina til samninga, færa henni heim sanninn um að Bandaríkin hafi afl til að ganga af henni dauðri og því sé henni betra að setjast að samningaborði. Það á með öðrum orðum að gera þjóðina viljugri til samkomulags við Bandaríkin, ef varpað sé dag eftir dag sprengjum á þorp hennar og heimili. Þetta er reyndar sú aðferð sem varð til þess að sópa íbúum Suð- ur-Víetnam til fylgis við Þjóðfrelsis- hreyfinguna, þegar Diem gerði her- ferð sína að undirlagi Bandaríkjanna til að friða landið, sem svo var kall- að. Það getur hver sagt sér sjálfur að það er varla leiðin til að lokka Víetnambúa í sáttafaðm Johnsons forseta að vekja fyrst með eldsprengj- um hatrið í brjósti þeirra. Skyldi hann trúa þessu sjálfur? Svo sannar- lega ekki. Það býr annað undir. Það vill svo til að þegar ég var að taka saman þetta erindi barst mér í hend- ur bók frá Bandaríkjunum þar sem einmitt þetta efni er tekið eitt sér til meðferðar. Bókin er eftir tvo doktora í hagfræði við Háskólann í Pennsyl- vaníu: Edward S. Herman og Rich- ard B. Du Boff. Höfundarnir færa rök að því að allt tal Bandaríkja- stjórnar frá upphafi og fram á þenn- an dag um að hún sé reiðubúin til samninga eða viðræðna um frið í Víetnam sé fyrirsláttur einn eða köld lygi sem beitt er vitandi vits og æ ofan í æ þegar henta þykir, ýmist til að slá undan fyrir friðarkröfum heima og erlendis, ef þær hafa gerzt óþægilega háværar eða fá hlé til að geta hert á stríðinu, en hvenær sem vænlega hafi horft um samkomulag og friðartilboð borizt frá Víetnam, hafi Bandaríkjastjórn gripið til hern- aðaraðgerða sem auðsæilega hafi ver- ið gerðar í þeim tilgangi að girða fyrir að til viðræðna gæti komið. Þeir nefna fjölmörg dæmi máli sínu til sönnunar sem hér er ekki tími til að rekja. Ótal áhrifamiklir aðilar, þ. á m. De Gaulle, páfinn, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, U Þant, hafa gert sáttatilraunir, en Bandaríkjastjórn slegið hendi við þeim öllum með allskonar blekking- um og vífilengjum. Og hversvegna er þetta svo? Vegna þess að friður og samkomulag í Víetnam er ekki í sam- ræmi við áætlanir Bandaríkjastjórn- ar þar í landi. Það hefur margoft á undanförnum árum verið auðvelt að semja um frið, og þó sérílagi 1964 áður en sprengjuárásirnar voru hafn- ar á Norður-Víetnam, en slíkt var einmitt gert til að hindra samkomu- lag og geta haldið stríðinu áfram. Bandaríkjastjórn veit að friður í Víetnam þýðir að hún kemur ekki fram þeim fyrirætlunum þar í landi sem hún hefur sett sér. Hún vill ekki annað samkomulag en það, að hún ráði ein skilmálum. Hún vill kné- beygja þjóðina til uppgjafar. Eftir sem áður er þó ekki komið 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.