Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar
unin sé að knýja Víetnam-þjóðina til
samninga, færa henni heim sanninn
um að Bandaríkin hafi afl til að
ganga af henni dauðri og því sé henni
betra að setjast að samningaborði.
Það á með öðrum orðum að gera
þjóðina viljugri til samkomulags við
Bandaríkin, ef varpað sé dag eftir
dag sprengjum á þorp hennar og
heimili. Þetta er reyndar sú aðferð
sem varð til þess að sópa íbúum Suð-
ur-Víetnam til fylgis við Þjóðfrelsis-
hreyfinguna, þegar Diem gerði her-
ferð sína að undirlagi Bandaríkjanna
til að friða landið, sem svo var kall-
að. Það getur hver sagt sér sjálfur
að það er varla leiðin til að lokka
Víetnambúa í sáttafaðm Johnsons
forseta að vekja fyrst með eldsprengj-
um hatrið í brjósti þeirra. Skyldi
hann trúa þessu sjálfur? Svo sannar-
lega ekki. Það býr annað undir. Það
vill svo til að þegar ég var að taka
saman þetta erindi barst mér í hend-
ur bók frá Bandaríkjunum þar sem
einmitt þetta efni er tekið eitt sér til
meðferðar. Bókin er eftir tvo doktora
í hagfræði við Háskólann í Pennsyl-
vaníu: Edward S. Herman og Rich-
ard B. Du Boff. Höfundarnir færa
rök að því að allt tal Bandaríkja-
stjórnar frá upphafi og fram á þenn-
an dag um að hún sé reiðubúin til
samninga eða viðræðna um frið í
Víetnam sé fyrirsláttur einn eða köld
lygi sem beitt er vitandi vits og æ
ofan í æ þegar henta þykir, ýmist til
að slá undan fyrir friðarkröfum
heima og erlendis, ef þær hafa gerzt
óþægilega háværar eða fá hlé til að
geta hert á stríðinu, en hvenær sem
vænlega hafi horft um samkomulag
og friðartilboð borizt frá Víetnam,
hafi Bandaríkjastjórn gripið til hern-
aðaraðgerða sem auðsæilega hafi ver-
ið gerðar í þeim tilgangi að girða
fyrir að til viðræðna gæti komið.
Þeir nefna fjölmörg dæmi máli sínu
til sönnunar sem hér er ekki tími til
að rekja. Ótal áhrifamiklir aðilar,
þ. á m. De Gaulle, páfinn, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
U Þant, hafa gert sáttatilraunir, en
Bandaríkjastjórn slegið hendi við
þeim öllum með allskonar blekking-
um og vífilengjum. Og hversvegna er
þetta svo? Vegna þess að friður og
samkomulag í Víetnam er ekki í sam-
ræmi við áætlanir Bandaríkjastjórn-
ar þar í landi. Það hefur margoft á
undanförnum árum verið auðvelt að
semja um frið, og þó sérílagi 1964
áður en sprengjuárásirnar voru hafn-
ar á Norður-Víetnam, en slíkt var
einmitt gert til að hindra samkomu-
lag og geta haldið stríðinu áfram.
Bandaríkjastjórn veit að friður í
Víetnam þýðir að hún kemur ekki
fram þeim fyrirætlunum þar í landi
sem hún hefur sett sér. Hún vill ekki
annað samkomulag en það, að hún
ráði ein skilmálum. Hún vill kné-
beygja þjóðina til uppgjafar.
Eftir sem áður er þó ekki komið
6