Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 20
Tímarit Máls og menningar en hafði auðvitað þveröfug áhrif, sópaði þjóðinni yfir í Þjóðfrelsis- hreyfinguna, svo að í árslok 1964 voru tveir þriðju hlutar landsins og helmingur íbúanna í Suður-Yíetnam undir stjórn hennar, og vegna harðn- andi óánægju í Saigon og öðrum borgum átti hún sigurinn vísan í öllu landinu innan fárra mánaða, og 1. ágúst 1965 sagði öldungadeildarþing- maðurinn Richard Russel í sjónvarpi í Bandaríkjunum að „líklega myndu 75% allra Víetnambúa kjósa Hó Chi Minh, ef þeim gæfist kostur á því“. Og er þá að víkja að hinu rauna- lega hlutskipti Bandaríkjanna í Víet- nam eða hvernig ríkisstjórn þeirra hefur stig af stigi hrundið þeim út í eitthvert glæfralegasta ævintýri mannkynssögunnar sem ekki sér fyrir endann á. Hún ætlaði sér ekki upp- haflega að koma sjálf fram í dags- Ijósið í Suður-Víetnam. Herfræðing- ar greina að þrenns konar styrjaldir: hnattrænar, staðbundnar og sérlegar. Bandaríkin ætluðu sér í upphafi að heyja í Víetnam aðeins sérlega styrj- öld, þ. e. a. s. leggja til fjármagn, sérfræðinga, tækniaðstoð, en fall- byssufóðrið sjálft átti stjórn Suður- Víetnam að leggja til. „Látum Asíu- húa slátra hver öðrum“, var kjörorð Dullesar. Þessari stefnu var fylgt meðan hún dugði. En stjórnarherinn missti, þrátt fyrir aðstoðina, æ meira úr höndum sér, og Bandaríkin urðu sjálf að fara að senda lið, leggja til flugsveitir, gera sprengjuárásir á þorp og koma upp um sig, og eftir því sem hver leppstjórnin gróf meira af landinu undan þeim, og þær hengu í lausara lofti, urðu Banda- ríkjamenn að taka meira á sig þar til þeir stóðu sjálfir í eldinum í brenn- andi styrjöld við alla þjóðina. Og þá er hin sérlega styrjöld úr sögunni, og staðbundin styrjöld skollin yfir þá, og bandaríska þjóðin varð sjálf að fara að leggja til fallbyssufóðrið, og í stað þess að fram til ársins 1960 voru aðeins um 23.000 bandarískir sérfræðingar og ráðunautar í Suður- Víetnam, fer herafli þeirra nú að nálgast hálfa miljón, og nú reyna þeir sínar eigin aðferðir, hinar einu sem þeim eru eftir látnar: að svíða jörðina og útrýma íbúunum. Á árinu 1964 telja ýmsir, sem ritað hafa um Víetnamstyrjöldina í Banda- ríkjunum, að stjórnarvöld þeirra hafi verið allhikandi hvað gera skyldi. Það var enn tími til að sleppa sæmi- lega frá Víetnamstyrjöldinni, og eins og Wilfred Burchett, ástralski frétta- ritarinn, sem dvaldist átta mánuði þetta ár með skæruliðum í Suður- Víetnam, hefur sýnt fram á í bók sinni um ferðalagið, var auðvelt um þessar mundir að komast að sam- komulagi við Þjóðfrelsishreyfinguna, sem þá hafði þrjá fjórðu hluta lands- ins á valdi sínu, eða nýja stjórn sem hún ætti þátt í að mynda. En nær er mér að halda eftir að hafa lesið bók
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.