Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Side 30
Tímarit Máls og menningar
Maður ætlar að kafna hérna. Eg sæki þig. Eftir tvo daga handan við landa-
mærin verð ég strax orðinn hressari.
konan: Já, það ættirðu að gera.
maðukinn: Svona getur þetta ekki haldið áfram mikið lengur. Með einhverj-
um hætti hlýtur að koma breyting. Þetta hjaðnar allt aftur eins og hver
önnur bólga. — Þetta er meiri ógæfan.
konan: Víst er það svo. Hittirðu Sjökk?
maðurinn: Já, rélt aðeins, í stiganum. Ég held liann sé farinn að sjá eftir
því, að þau skyldu sniðganga okkur. Hann var verulega vandræðalegur.
Til lengdar geta þeir alls ekki hunzað okkur menntamannaskepnumar al-
gjörlega. Með eintómum duglausum ræflum geta þeir ekki heldur háð
stríð. Þeir taka því jafnvel alls ekki illa, ef maður er ákveðinn í fram-
komu við þá. Klukkan hvað ætlarðu að fara?
konan: Kortér yfir*níu.
MAÐURINN: Og hvert á ég að senda peningana?
KONAN: Kannski er bezt að stila þá á aðalpósthúsið í Amslerdam, poste
restante.
maðurinn: Ég verð mér úti um sérstakt leyfi. Fjandinn hafi það, ég get
ekki látið konuna mína fara í ferðalag með ekki nema tíu mörk á mánuði!
Óþolandi, þetta allt saman! Mér líður hroðalega.
KONAN: Þú kemur og sækir mig, það hefur hressandi áhrif á þig.
maðurinn: Að lesa einu sinni dagblað sem eitthvað stendur í.
konan: Ég hringdi í Gertrúd. Hún ætlar að líta á með þér.
maðurinn: Algjör óþarfi. Þessar fáeinu vikur.
KONAN sem er ajtur byrjuð að láta niður: Heyrðu, viltu rétta mér loðkápuna?
MAÐURINN rétlir henni lcápuna: Þelta verða nú aldrei nema fáeinar vikur.
Spæjarinn
Köln 1935. Seinnipart sunnudags, rigning. Maðurinn, kotian og drengurinn
hafa lolcið við að borða. Vinnukonan kemur inn.
vinnukonan: Herra og frú Klims spyrja hvort hjónin séu heima.
maðurinn hreytir út úr sér: Nei.
Vinnukonan gengur út.
20