Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 59
Eyþór Einarsson Náttúrnvernd á fslandi Framsöguerindi flutt á almennum umrœSufundi Stúdentafélags liáskólans um náttúruvernd 1. jebrúar 1967. Náttúruvernd er býsna víðtækt hug- tak og í rýmstu merkingu getur það falið í sér verndun eða friðun hvers þess í náttúrunni, dauðs eða lifandi, sem á einhvern hátt er hætta búin af manna völdum. Það má greina á milli þrenns konar sjónarmiða, sem höfð eru í huga við friðun náttúrunnar eða einstakra þátta hennar, þ. e. menningarlegra, félagslegra og fj árhagslegra sjónar- miða. Þó iðulega sé stuðzt við fleiri en eitt þessara sjónarmiða samtímis þegar gripið er til náttúruverndarað- gerða, þá verður hér reynt að gera lauslega grein fyrir þeim hverju fyrir sig áður en lengra er haldið. Þegar sérstæðar náttúrumyndanir, jafnvel stór landsvæði, eru friðlýst til að varðveita þau eins ósnortin og auðið er, þá eru það fyrst og fremst menningarleg sjónarmið, sem þar liggja að baki. Slíkar náttúrumynd- anir geta t. d. haft ómetanlegt gildi til skilningsauka á náttúru landsins og myndun hennar, eða verið á ann- an hátt einstakar í sinni röð, jafnvel verið þær síðustu sinnar tegundar, sem til eru ósnortnar á landinu, og því mikilvægt að þeim verði ekki spillt. Svipuðu máli gegnir þegar friðaðar eru sjaldgæfar tegundir dýra, plantna eða steina, sem mikil- vægt er að forða frá útrýmingu. Allir vita, að tegundum hefur verið út- rýmt á síðustu öldum, ekki bara í ákveðnum löndum, heldur hafa þær dáið alveg út af manna völdum. Hver vildi nú ekki vita um þó ekki væri nema ein úruxahjón á lífi, eða þá eitt geirfuglspar, sem vissulega stend- ur nær okkur Islendingum að hug- leiða, sem unnum það vafasama af- rek, að sjá fyrir síðustu geirfuglun- um, sem til voru í heiminum. Nátt- úruverndarákvæði, sem miða að því að koma í veg fyrir að náttúrunni sé spillt að þarflausu, ekki sízt í sam- bandi við ýmsar verklegar fram- kvæmdir og mannvirki, styðjast einn- ig við menningarleg sjónarmið. Sömuleiðis er það menningarleg skylda, að stuðla að góðri umgengni í náttúrunni og koma í veg fyrir að náttúran sé lýtt, t. d. með því að setja upp auglýsingar eða áróðurs- spjöld á víðavangi. Með félagslegri náttúruvernd er 49 4tmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.