Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 80
Tímarit Máls og m enningar og er því hiklaust talinn höfundnr þeirra nema annað verði sannað. — „Um Mannfæckun af Hallærum á Is- landi ... (30—226 bls.).“ — Þetta er ein kunnasta ritsmíð Ilannesar. -— „Manntalstöblur ... 1793 og 94 _____ (317—21).“ Síðustu manntalstöfhimar, þær sem komu í 15. bindi, voru teknar saman af Markúsi Magnússyni stiftprófasti eftir fráfall Hann- esar. Hannes var fæddur í Reykholti, fjórða harn foreldra sinna, Finns Jónssonar síðar hisknps og konu lians Guðríðar Gísladóttur frá Mávahlíð, systur Magnúsar lögmanns. Var sex ára gömlum komið í fóstnr til sr. Þorvarðar Auðunarsonar í Saurbæ á Ilval- fjarðarstriind venga þrálátrar brjóstveiki móður sinnar. Brautskráðist úr Skálholts- skóla 1755 einungis 16 ára að aldri og hóf sama ár háskólanám í Kaupmannahöfn. Námsferill hans þar var með stökum glæsi- brag, enda skorti ekki gáfur, álniga nó efni, en fáleysi stóð mörgum stúdenti þessarar aldar fyrir góðu prófi, því að einkunn valt meðal annars á árafjöldanum sem til náms- ins var varið. Lauk guðfræðiprófi sumarið 1763. Síðan við ýmis störf ytra; bauðst starf við bókasafn Frakkakonungs en fór eins og Stefáni Olafssyni á sínum tíma, afþakkaði gott boð þótt það freistaði hans. Var á íslandi 1767—70 föður sínum til að- stoðar, fór þá enn til Danmerkur að ósk og tilmælum Tliotts greifa og vann einkum að fornritarannsóknum. Margvíslegur lær- dómsframi stóð honum til boða erlendis, en faðir lians réð því að hann hvarf enn á ný heim og nú alfarið. Varð 1775 dóm- kirkjuprestur og stiftprófastur, og 1777 vígðist hann biskupsvígslu, varð meðbiskup föður síns. Árið 1785 tók hann alveg við embættinu, en þá var Finnur biskup kom- inn að fótum fram af elli. Ritstörf Ilannesar eru bæði mikil að vöxtum og gæðum. Um hann segir m. a. svo í ísl. æviskrám: „Handrit lians (og þeirra frænda) og Steingríms biskups Jóns- sonar voru keypt til landsbókasafnsins 1845 og er það safn írumstofn þess. Hann hefur verið einn hinn fjölhæfasti íslend- ingur ... þekkingin í senn yfirgripsmikil og djúp, dómgreindin skörp og athugunar- gáfan djúp. Hann var í senn ágætlega að sér í tungumálum (t. d. talaði og skrifaði frakknesku sem ekki var títt um íslendinga þá), náttúrufræði, hagfræði og auðvitað guðfræði, en mestu skiptir þekking hans á sögu íslands í öllum greinum ... Áhuga- samnr um allt er hann taldi til framfara, t. d. verzlunarfrelsi ... Hann var maður skyldurækinn, siðavandur og hirðusamur (frá boði lians er runnið 1784 að prestar tóku að halda prestþjónustu- og kirkju- bækur), en hann var og stjórnsamur, rögg- samur og skörulegur þótt heilsutæpur væri alla ævi ..." -— Ilannes var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórnnn Olafsdóttir stiftamtmanns; hún dó 1786 og komst ekk- ert barna þeirra upp. Síðari kona hans var Valgerður Jónsdóttir sýslumanns á Móeið- arhvoli og er af þeim komin mikil ætt sem dreifzt liefur víða um lönd. Valgerður átti síðar Steingrím Jónsson biskup og dó hún háöldruð, ekkja tveggja biskupa, árið 1856. (1) (4) (7) (8) (9) Islei/ur Einarsson (21. maí 1765—23. júlí 1836) síðast dómstjóri. I 12. bindi: „Plútarchi Bók um Svein- harna uppfóstr, útlögd úr Grísku máli ... (hls. 48—81).“ Fæddur í Asi í Holtum, sonur Einars Jónssonar fyrrum rektors í Skálholti og konu lians Kristínar Einarsdóttur frá Suð- urreykjum í Mosfellssveit. Stúdent frá Skálholti 1783 „með miklu lofi fyrir fjöl- hæfar gáfur og skarpleika."1 Skrifari Jóns Jónssonar sýslumanns á Móeiðarhvoli 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.