Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 83
meistara á Hólum 1780. Vígðist sumarið 1783 aðstoðarprestur (kapellán) föður síns og fékk Grundarþing að honum látnum, 1795, en Möðruvallaklausturþing 1839. Bjó fyrst á Grund, þá í Núpufelli, 1798—1839 að Möðrufelli en síðast í Dunhaga. „Hann hefur samið fjölda ritgerða og ort ýmislegt, einkum andlegs efnis ... Hann var aðal- maðurinn í hinu ísl. evangelíska smábóka- félagi, sem hófst 1816 og lét frá sér fara fjölda guðrækilegra ritlinga í heittrúar- stefnu eða með Hernhútablæ."1 Margt er og til eftir hann í handritum, m. a. rímur og merkilegar dagbækur. (1) Jón Ólafsson (24. júní 1731—18. júní 1811) fornritafræðingur frá Svefneyjum (nefndi sig stundum Hypnonensius). I 1. bindi: „Yfirferd og Lagfæríng vorrar Islenzku útleggíngar á nockrum stödum í Spámanna-bókunum, 1. deilld, yfir þá 12 fyrstu Kapítula af Esajæ spádómi ... (87 —192 bl.)“. I 2. bindi: Sama, „2. deilld, er tekr til 31. kap af Esaja (195—230 bl.)“. í 3. bindi: „3. deilld, er tekr til hins 42. kap. af Esaja ... (255—-270 bl.)“. I 4. bindi: „4. Deilld, sem tekr til hins 54 kap. af Esaja ... (289—306 bls.)“. í 5. bindi: „5. [leiðrétt fyrir 4.] Deild, er tekr til ins 62. Kap. af Esaja ... (268—- 281 bls.)“. I 6. bindi: „6. Deilld, er tekr til Enda Esajæ ... (187—198 bls.)“. Jón (hinn eldri, til aðgreiningar sam- nefndum albróður) fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði, sonur hjónanna Ólafs Gunn- laugssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur frá Brjánslæk. Brautskráðist úr Skálholts- skóla 1752, lauk baccalaureusprófi í heim- speki 1756 og guðfræðiprófi 1765. Var þá þegar tekinn að sinna fornum fslenzkum fræðum, en að prófi loknu ntá segja að hann hafi helgað sig þeim óskiptur. Styrk- Fyrstu íslenzku tímaritin II þegi Árnasjóðs frá 1768, en auk þess fékk hann ýmsa styrki til ákveðinna viðfangs- efna, svo og verðlaun. Var lengi „öldung- ur“ í stúdentafélagi sem myndaðist um þá Svefneyjarbræður og nefnt var Sakir. Þá var hann lengi ritari Árnasafnsnefndar. „Hann var valmenni, prýðilega að sér og vel metinn."1 Margt er eftir hann prentað og í handritum, þar á meðal íslenzk orða- bók sem byrjað var að prenta, en horfið var frá útgáfunni er hinar prentuðu arkir brunnu í árás Englendinga á Kaupmanna- höfn 1807. Jón dó í Kaupmannahöfn ó- kvæntur og barnlaus. (1) (4) (7) Jón Pétursson (1733—9. okt. 1801) fjórð- ungslæknir. I 11. bindi: „Um orsakir Siúkdóma á Islandi yfirhöfud (bls, 107—169)“. í 13. bindi: „Um líkamlega Vidqvæmni ... (184—228 blads.).“ Foreldrar Jóns voru hjónin Pétur Jóns- son smiður að Hofsá í Svarfaðardal og Margrét Illugadóttir. Brautskráðist úr Hólaskóla 1759, varð djákn á Munkaþverá 1760, en 1762 hóf hann nám hjá Bjarna Pálssyni landlækni. Árið 1765 skráðist hann í læknadeild háskólans í Kaupmanna- höfn, en ekki lauk hann þar prófi. Var samt um skeið læknir á dönskum herskip- um. Kom aftur til íslands. og 1775 var liann skipaður fjórðungslæknir á Norður- landi. Bjó í Viðvík. Eftir hann er sitthvað til prentað og í handritum, læknisfræðilegt. — Jón var tvíkvæntur. Eyrri kona hans var Valgerður Þorvaldsdóttir en hin síðari Margrét Ámadóttir, báðar skagfirzkar prestsdætur. (1) (4) (12) Jón Steingrímsson (10. sept. 1728—11. ág. 1791) prófastur. 1 9. bindi: „Um at ýta og lenda í Brim- sió ... (bls. 1 til 23).“ Sá kunni eldklerkur fæddist á Þverá í Blönduhlíð, sonur hjónanna þar, Steingríms 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.