Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 101
fyrir, að allur þorri lesenda væri lítt þjálf- aður til sálfræðilegrar og heimspekilegrar hugsunar. Auk þess mun liafa verið tor- velt að fara aðra leið meðan sálfræðilegur orðaforði á íslenzku var af mjög skornum skammti eða óþjáli. I hinum tveimur seinni gerðum hefur höfundur fært sig meira og meira upp á skaftið í kröfum til lesandans. Allar breyt- ingar hafa stefnt hurt frá hinu alþýðlega formi og til tækniiegri framsetningar, fyllra vísindalegs yfirlits og meiri hnitmið- unar í orðavali. Fræðiheitum hefur fjölgað jafnt og þétt. I annarri gerð er þannig kaflinn Gáfna- próf og Hæfileikakönnun algjörlega um- saminn frá þessu sjónarmiði, ennfremur kaflinn Nám, Minni og Gleymska, og loks bætist við nýr kafli, Könnun viðhorfa, sem er prýðilega saminn, fræðilegur og ná- kvæmur. Þessari endurskoðun heldur áfram í sömu átt í þriðju gerð. Þar koma tveir nýir kaflar, Draumar og Atferðisvakar, báð- ir hinir ágætustu og sá þriðji mjög veru- lega umsaminn, Afbrigðileg þróun per- sónuleikans o. s. frv., sem er ljómandi vel gerður og hin mikilverðasta viðbót. Margir aðrir kaflar hafa tekið veruleg- um stakkaskiptum í báðum endurskoðun- um og því orðnir verulega breyttir frá sinni upprunalegu gerð. Má þar sérstak- lega minnast á inngangskafla bókarinnar, Aðferðir, viðfangsefni og hlutverk sálar- fræðinnar. Það er því orðið heldur lítið eftir af gömlu Mannþekkingu í hinni nýju bók. Mér telst svo til, að af 19 köflum alls séu ekki nema fjórir kaflar í Sálarfræði lítið sem ekki breyttir frá upphaflegri gerð. Það eru kaflarnir: Sefjun, Ótti og reiði, Sjálfstraust og vanmetakennd og Áróður. Framfarirnar sjást bezt í því, hversu greini- lega þeir skera sig úr. Umsagnir um bœkur Auk þessa, sem ltér hefur verið nefnt, eru breytingarnar einnig fólgnar í annarri efnisskipan og samtengingu efnisins í meiri heild. Kaflarnir í Mannþekkingu stóðu yfirleitt sem nokkurn veginn sjálfstæðar heildir, án verulegra tengsla hver við annan. Margir þeirra hefðu allt eins vel getað verið sér- stakar ritgerðir, voru það raunar. Þetta var þó naumast talinn smíðagalli á bók, sem öll var þannig byggð. Nokkru öðru máli gegndi um næstu útgáfu, þar sem þessi skipan riðlaðist við infærslu nýrra kafla eða umsaminna. Þá varð ritverkið full rugl- ingslegt. Höfundurinn hefur bersýnilega gert sér far um að ráða bót á þessu nú. Efnið er mjög stokkað upp og kappkostað, að kaflinn, sem á undan fer, plægi jarð- veginn fyrir þann næsta. Þó að hér hafi orðið veruleg bót á, skortir samt enn á fulla samræmingu efnis. Hygg ég, að til þess liggi tvær aðalástæður. Hin fyrri er fólgin í afstöðu höfundar til sálfræðilegra kenningakerfa, og mun ég víkja að því síðar. Sú seinni er, að bókin spannar yfir svo mörg viðfangsefni sálarfræðinnar, sem sum eru tiltölulega fjarskyld bæði hvað kenningar og rannsóknaraðferðir varðar. Hefði ef til vill mátt gera hér nokkra bót á með því að taka efnið saman í flokkum, hvern með sérstökum inngangi. Vissulega er bæði vandasamt og van- þakklátt verk að rita kennslubók í al- mennri sálarfræði. Hversu vel sem höfund- ur hefur unnið verk sitt, verða ávallt marg- ir óánægðir og finna fjöldann allan af van- köntum. Þetta stafar mestmegnis af gerð fræðigreinarinnar. Kenningakerfi ertt þar nokkuð mörg, og enda þótt þeim sé margt sameiginlegt og menn séu þar sammála nm eitt og annað, eru engu að síður skiptar skoðanir um það meðal sálfræðinga, hvaða kenningum skuli gert hátt undir höfði, 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.