Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 15
Sigurður Blöndal
Umhverfismál
Erindi þetta var ílutt á samkomu Ungmennasambands Norður-Þingeyinga i
Ásbyrgi 25. júlí 1972. Þótt einstaka atri'ði megi teljast úrelt nú að tveimur árum
liðnum, þótti eftir atvikum rétt að láta textann fara á prent óbreyttan, þar eð
meginefnið er í fullu gildi á þessu ári og verður væntanlega enn um sinn.
Sigurður Blöndal.
Heiðraða samkoma!
Við lifum núna mestu tímamótaár, sem orðið hafa í heiminum óralengi
- sennilega hin mestu síðan svonefnd iðnbylting hófst fyrir um 200 árum.
Það er gaman fyrir okkur, sem nú lifum, að vera þátttakendur á slíkum
breytingatímum. Fyrir því er ástæða til þess að reyna að gera sér grein fyrir
því, meðan á stendur, í hverju breytingarnar felast, skýra fyrir sér eðli tíma-
mótanna. En þau varða tvennt:
í fyrsta lagi stöðu mannsins í umhverfi sínu. Um þetta mál er nú hvað
mest rætt um allar jarðir. Fyrir því er hugtakið umhverfismál á allra vörum,
en var naumast þekkt fyrir sosum eins og fimm árum.
í öðru lagi eru tímamót að því er varðar mat á því sem til gildis telst í
lífinu, en það atriði er nátengt hinu fyrra. Sú paradísarheimt, sem tækni- og
iðnaðarþjóðfélagið átti að verða mannkyninu, reyndist fremur hilling en
veruleiki.
Fyrir því þurfa mennirnir á þessari jörð ekki einasta að gerbreyta háttum
sínum gagnvart umhverfinu, einkanlega hinni lifandi náttúru, sem þeir hrær-
ast í, heldur þurfa þeir að gerbreyta hugarfari sínu og finna sér nýjan lífs-
stíl. Þeir þurfa enn á ný að leggja upp í göngu til þess að heimta þá Paradís,
sem þeir hafa alltaf verið að leita að á jörðu hér.
Þessa stund í Ásbyrgi, einhverjum sérstæðasta bletti á landi voru og þótt
leitað væri um mörg lönd, ætla ég að nota til þess að ræða þessi atriði
ofurlítið nánar. Það verður ekki skemmtilestur, heldur ófögur lýsing á
leiðinlegri atburðarás. Ég tek ykkur strax vara fyrir þessu, svo að þið búizt
ekki við skemmtun af mér. Það gætu í hæsta lagi hrotið einhverjir fróð-
leiksmolar.
5