Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 20
Tímarit Máls og menningar vandamál og hefir einkanlega í loftinu valdið mengun, sem ógnar með því að breyta mjög lífsskilyrðum fyrir jurtir, dýr og menn á stórum svæðum. Uraníum er ekki ótæmandi á jörðinni og veldur enn um langa framtíð svo mikilli mengun sem orkugjafi vegna hinna geislavirku úrgangsefna, að þessi orkulind færir okkur ekki úr sjálfheldu nema skamman tíma. Von iðnaðar- samfélagsins er vetnisorkan, en því er spáð í dag, að hún verði ekki komin í gagnið fyrr en kringum 2050. Hvernig eigum við svo að breyta iðnaðarsamfélaginu, svo að það tortímist ekki? Hvernig eigum við að loka hinu opna kerfi, sem ég minntist á áðan? Þetta er sú spurning, sem leitar æ fastar á þá, sem gera sér ljóst, hve langt mannkynið er komið inn í sjálfheldu sína. Hér er ekki við tæknilegan vanda að glíma, heldur pólitískan vanda í víðasta skilningi þess orðs. En lausnin á vandanum hefir líka þriðju hliðina, sem er nánast siðferðilegs eðlis. Breyta verður um stefnu á mörgum sviðum. í fyrsta lagi verður að koma til alger hugarfarsbreyting og nýtt mat á því, sem gildi hefir í lífinu. Hið svonefnda neyzluþjóðfélag, sem er afsprengi iðnþróunarinnar, einkennist af sem mestri eyðslu á öllum hugsanlegum varningi, sem einhverjum svonefndum framtaksmönnum hugkvæmist að framleiða. Sá er mest metinn, sem berst mest á og kaupir mest. Neyzluþjóð- félagið einkennist af kapphlaupi kringum gullkálfinn og efnisleg gæði. Gild- ismat þessa þjóðfélags verður að hörfa, en það þýðir breytta lifnaðarhætti, sem eru í átt til þess, sem áður var: Til einjaldara lífs. Síðustu ár sýna mjög breytt gildismat fólks víða um heim. Hippahreyfingarnar eru öfgafyllsta dæmi þess. í öðru lagi verða menn að tileinka sér gerbreytt sjónarmið í hagstjórn og efnahagslegum markmiðum. I þessar tvær aldir, sem við kennum við nútíma iðnþróun, hefir ríkt sú stefna í efnahagsmálum vestrænna iðnríkja, að pen- ingagróði væri hvati efnahagslegrar framvindu, sú stefna, sem í lok seytjándu aldar eignaðist vígorðið Laissez faire: Að leyfa kröftum efnahagslífsins að fara sínu fram, án afskipta ríkisvaldsins. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinn- ar er farið að taka upp markvissar hagstjórnaraðferðir lil þess að auka framleiðslu sem mest, fyrst í Sovétríkjunum, en eftir síðari heimsstyrjöldina í öllum hinum iðnvædda heimi, hvað svo sem efnahagskerfið hét. Þá verður aukning hagvaxtar hið allsráðandi markmið í efnahagsmálum beggja megin við járntjaldið. Á síðasta áratug gerist svo það, að fram á sjónarsviðið koma hagfræð- ingar, sem efast um réttmæti þessa markmiðs. Líklega er rödd hins heims- 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.