Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 21
Umhverfismál þekkta bandaríska hagfræðings, John Kenneth Galbraith, hin fyrsta, sem verulega heyrist í, er efast um sáluhjálp neyzluþjóðfélagsins og blessun sókn- arinnar í aukinn hagvöxt. Kannski var þetta ekki tilviljun með Galbraith, því að upphaflega er hann ekki hagfræðingur að mennt, heldur landbúnað- arfræðingur. Hann þekkti vel til þeirra milljóna samlanda sinna, einkanlega í afskekktum sveitum, sem enn þann dag í dag lifa í sárri fátækt á barmi þess að geta dregið fram lífið. Þess vegna hefir hann komizt svo að orði, að hinn gífurlegi hagvöxtur, sem einkennt hefir efnahagslíf iðnríkja okkar tíma - og þá risaveldanna ekki sízt - komi ekki til góða þeim þegnum þjóðfélags- ins, sem þarfnist hans mest, heldur brjótist fram í margfaldaðri eyðslu þeirra, sem bezt voru stæðir fyrir. Þessar skoðanir ryðja sér í vaxandi mæli til rúms meðal málsmetandi hagfræðinga á Vesturlöndum. Stórfréttin í þessu endurmati á markmiðum nútíma iðnríkis, er þó líklega hið fræga bréf, sem Sicco Mansholt, formaður Stjórnarnefndar Efnahags- bandalags Evrópu ritaði ríkisstjórnum bandalagsríkjanna í vetur, þar sem hann telur nauðsynlega algera stefnubreylingu í efnahagslegum markmiðum aðildarlandanna. Hann boðar fráhvarf frá neyzluþjóðfélagi, stórminnkaða orkunotkun og hráefnisnotkun og í reynd fráhvarf frá kapítalískum fram- leiðsluháttum. Bréf þetta ritaði Mansholt, sem er einn af leiðtogum jafnaðar- manna í Hollandi og var mjög lengi landbúnaðarráðherra lands síns, en bóndi á yngri árum, eftir að liafa lesið skýrslu vísindamannanna frá Tækni- háskólanum í Massachusetts, sem ég nefndi áðan. Þar sem höfuðstöðvar EBE mega teljast höfuðvigi auðhringa Vestur- Evrópu, enda bandalagið upphaflega sniðið algerlega að þörfum þeirra, má helzt líkja bréfi Sicco Mansholts við Trójuhest fornsagnanna frá Litlu-Asíu. Tími minn hér leyfir ekki nema rétt að stikla á þessum staðreyndum. En ég hvet alla, sem tækifæri hafa til þess, að kynna sér þessi nýju og óvæntu við- horf vísindamanna, stjórnmálamanna og hagfræðinga úti í hinum stóra heimi. I þriðja lagi er svo það risaverkefni okkar til þess að komast úr sjálfheld- unni að öðlast heildarsýn. Við verðum að nota þekkingarmátt nútímamanns- ins til þess að sjá hverju sinni, hvaða leið hvert spor, sem við stígum í at- höfnum, færir okkur á. M. ö. o. sjá fyrir afleiðingar hverrar athafnar á tækni- legum og efnahagslegum vettvangi sameiginlegum. Og raunar pólitískum ekki sízt. Til þess að þetta takist er sennilega nauðsynleg gerbreyting á stefnu í öll- um fræðslumálum. Iðnþróunin hefir öskrað á meiri og meiri sérhæfingu í 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.