Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 21
Umhverfismál
þekkta bandaríska hagfræðings, John Kenneth Galbraith, hin fyrsta, sem
verulega heyrist í, er efast um sáluhjálp neyzluþjóðfélagsins og blessun sókn-
arinnar í aukinn hagvöxt. Kannski var þetta ekki tilviljun með Galbraith,
því að upphaflega er hann ekki hagfræðingur að mennt, heldur landbúnað-
arfræðingur. Hann þekkti vel til þeirra milljóna samlanda sinna, einkanlega
í afskekktum sveitum, sem enn þann dag í dag lifa í sárri fátækt á barmi þess
að geta dregið fram lífið. Þess vegna hefir hann komizt svo að orði, að
hinn gífurlegi hagvöxtur, sem einkennt hefir efnahagslíf iðnríkja okkar tíma
- og þá risaveldanna ekki sízt - komi ekki til góða þeim þegnum þjóðfélags-
ins, sem þarfnist hans mest, heldur brjótist fram í margfaldaðri eyðslu
þeirra, sem bezt voru stæðir fyrir. Þessar skoðanir ryðja sér í vaxandi mæli
til rúms meðal málsmetandi hagfræðinga á Vesturlöndum.
Stórfréttin í þessu endurmati á markmiðum nútíma iðnríkis, er þó líklega
hið fræga bréf, sem Sicco Mansholt, formaður Stjórnarnefndar Efnahags-
bandalags Evrópu ritaði ríkisstjórnum bandalagsríkjanna í vetur, þar sem
hann telur nauðsynlega algera stefnubreylingu í efnahagslegum markmiðum
aðildarlandanna. Hann boðar fráhvarf frá neyzluþjóðfélagi, stórminnkaða
orkunotkun og hráefnisnotkun og í reynd fráhvarf frá kapítalískum fram-
leiðsluháttum. Bréf þetta ritaði Mansholt, sem er einn af leiðtogum jafnaðar-
manna í Hollandi og var mjög lengi landbúnaðarráðherra lands síns, en
bóndi á yngri árum, eftir að liafa lesið skýrslu vísindamannanna frá Tækni-
háskólanum í Massachusetts, sem ég nefndi áðan.
Þar sem höfuðstöðvar EBE mega teljast höfuðvigi auðhringa Vestur-
Evrópu, enda bandalagið upphaflega sniðið algerlega að þörfum þeirra, má
helzt líkja bréfi Sicco Mansholts við Trójuhest fornsagnanna frá Litlu-Asíu.
Tími minn hér leyfir ekki nema rétt að stikla á þessum staðreyndum. En ég
hvet alla, sem tækifæri hafa til þess, að kynna sér þessi nýju og óvæntu við-
horf vísindamanna, stjórnmálamanna og hagfræðinga úti í hinum stóra
heimi.
I þriðja lagi er svo það risaverkefni okkar til þess að komast úr sjálfheld-
unni að öðlast heildarsýn. Við verðum að nota þekkingarmátt nútímamanns-
ins til þess að sjá hverju sinni, hvaða leið hvert spor, sem við stígum í at-
höfnum, færir okkur á. M. ö. o. sjá fyrir afleiðingar hverrar athafnar á tækni-
legum og efnahagslegum vettvangi sameiginlegum. Og raunar pólitískum
ekki sízt.
Til þess að þetta takist er sennilega nauðsynleg gerbreyting á stefnu í öll-
um fræðslumálum. Iðnþróunin hefir öskrað á meiri og meiri sérhæfingu í
11