Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 28
Tímarit Máls og menningar Ekki nema þetta Þórey mín, að þessi Hákon er nú svosem ekkert rarítet, hann er bæði lasinn innanum sig og ruglaður í höfðinu. — Hann er skáld. Nú, ekkert minna. Ég vona bara ekki atómskáld. Ju, einmitt. Hann yrkir eins og hann Davíð í Biblíunni. Það er til bók eftir hann. Hún kvað fást hér í safninu. Hefurðu ekki lesið hana? Nei, takk, ég dudda mér við sauminn minn og hef aldrei verið gefin fyrir bækur, allra sízt ógeðslegar bækur. — Hvað segirðu hún heiti? Ljóðmæli handa englum. Það hlaut að vera. — Helvítis heiðinginn. Eitt skáldið ennþá Hákon minn. Þú þyrftir endilega að sjá öll púðaverin hennar. — Nú koma þeir aftur. Þeir eru félagslyndir greyin. Litla kellingin horfir skáhöllu höfði á starana og segir: Þeir eru að búa sig undir burtflugið sitt. Hvaðan koma þeir? Nú, hvaðan svosem nema frá henni Ameríku? Hvaðan svosem kemur allur óþverrinn nema frá henni Ameríku? — Þeir eru lúsugir. Þeir eru grálúsugir. Ég þekki konu hér í holtinu sem er öllsömul útsteypt af kláða eftir þessi bévíti. Þetta er sá alversti landnemi sem tyllt hefur fæti á íslenzka jörð þegar hann Þórólfur bægifótur er undanskilinn. Var hann Þórólfur smánin landnámsmaður Ragna mín? Ja, að minnsta kosti var hann undan landnámskonu, eða samasem land- námskonu, henni Geirríði þarna, sem lét byggja skálann þvert yfir götuna, svo enginn flækingur skyldi nú sleppa við að lepja í hana bæjaslúðrið. — Hún var fyrsta kj aftakelling landsins. — Seinna tók Langholts-Þóra við. — Fallegur fénaður það. Veiztu Hákon, að hér hefur þú krækt þér í menntakonu? — Mikið und- ur dáist ég oft og tíðum að henni Ragnheiði þegar hún er að segja frá. Menntuð, gegndi Ragnheiður. Hvurn fjandann ætli maður sé menntaður þó maður hafi skrönglazt í gegnum Kennaraskólann, þennan hundsrass sem ekkert er? — Nei, alla mína menntun á ég að þakka henni fóstursystur minni, sem lærði bara á orgel og kunni ekkert mál annað en vestfirzkuna okkar. — Það var hringt til mín um daginn, að hún lægi á sjúkrahúsi. Guð sé með henni. — Jósep, Jósep, Jósep segi ég. Ætlarðu ekki að tala við mig Jósep? Áboginn stafkall sem gekk framhjá, snéri sér í hálfhring og horfði andar- taksstund á okkur, spýtti um tönn og hvarf fyrir horn. Hvað er að honum Jósep Eyja mín, er hann orðinn snarvitlaus? 0 láttu ekki eins og þú komir af fjöllum Ragna mín. — Auðvitað er hann 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.