Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 28
Tímarit Máls og menningar
Ekki nema þetta Þórey mín, að þessi Hákon er nú svosem ekkert rarítet,
hann er bæði lasinn innanum sig og ruglaður í höfðinu. — Hann er skáld.
Nú, ekkert minna. Ég vona bara ekki atómskáld.
Ju, einmitt. Hann yrkir eins og hann Davíð í Biblíunni. Það er til bók eftir
hann. Hún kvað fást hér í safninu. Hefurðu ekki lesið hana?
Nei, takk, ég dudda mér við sauminn minn og hef aldrei verið gefin fyrir
bækur, allra sízt ógeðslegar bækur. — Hvað segirðu hún heiti?
Ljóðmæli handa englum.
Það hlaut að vera. — Helvítis heiðinginn.
Eitt skáldið ennþá Hákon minn. Þú þyrftir endilega að sjá öll púðaverin
hennar. — Nú koma þeir aftur. Þeir eru félagslyndir greyin.
Litla kellingin horfir skáhöllu höfði á starana og segir: Þeir eru að búa
sig undir burtflugið sitt. Hvaðan koma þeir?
Nú, hvaðan svosem nema frá henni Ameríku? Hvaðan svosem kemur allur
óþverrinn nema frá henni Ameríku? — Þeir eru lúsugir. Þeir eru grálúsugir.
Ég þekki konu hér í holtinu sem er öllsömul útsteypt af kláða eftir þessi
bévíti. Þetta er sá alversti landnemi sem tyllt hefur fæti á íslenzka jörð þegar
hann Þórólfur bægifótur er undanskilinn.
Var hann Þórólfur smánin landnámsmaður Ragna mín?
Ja, að minnsta kosti var hann undan landnámskonu, eða samasem land-
námskonu, henni Geirríði þarna, sem lét byggja skálann þvert yfir götuna,
svo enginn flækingur skyldi nú sleppa við að lepja í hana bæjaslúðrið. —
Hún var fyrsta kj aftakelling landsins. — Seinna tók Langholts-Þóra við. —
Fallegur fénaður það.
Veiztu Hákon, að hér hefur þú krækt þér í menntakonu? — Mikið und-
ur dáist ég oft og tíðum að henni Ragnheiði þegar hún er að segja frá.
Menntuð, gegndi Ragnheiður. Hvurn fjandann ætli maður sé menntaður
þó maður hafi skrönglazt í gegnum Kennaraskólann, þennan hundsrass sem
ekkert er? — Nei, alla mína menntun á ég að þakka henni fóstursystur minni,
sem lærði bara á orgel og kunni ekkert mál annað en vestfirzkuna okkar. —
Það var hringt til mín um daginn, að hún lægi á sjúkrahúsi. Guð sé með
henni. — Jósep, Jósep, Jósep segi ég. Ætlarðu ekki að tala við mig Jósep?
Áboginn stafkall sem gekk framhjá, snéri sér í hálfhring og horfði andar-
taksstund á okkur, spýtti um tönn og hvarf fyrir horn.
Hvað er að honum Jósep Eyja mín, er hann orðinn snarvitlaus?
0 láttu ekki eins og þú komir af fjöllum Ragna mín. — Auðvitað er hann
18